Smásögur Með frásagnargleði og djörfum húmor lætur Andri Snær söguhetjur sínar í Engum smá sögum takast á við tilveru sem lýtur óvenjulegum lögmálum og einkennilegir hlutir gerast.

Hann skrifar til dæmis um sjóarann sem fangar loks draumkonuna sína, sem er hafmeyja og vísundinn Andra sem gengur af trúnni og skrifar bókina Afhjúpun vísindanna.