Smásögur Ernest Hemingway er aðalega þekktur fyrir skáldsögur sínar en hann skrifaði einnig smásögur. Það er nokkur fjöldi þeirra sem fjallar um persónuna Nick Adams, frá því hann er ungar strákur til fullorðinsára. Getur verið verið með sjálfsævisögulegu ívafi. Besta sagan í þessum flokki er ‘The Killers’ sem er alveg stórkostlega skrifuð þar sem flóknar tilfinnigar eru tjáðar með skrifum á mjög einfaldann hátt. Sagan segir að Hemingway átti það til að fara niður í elhús með sögurnar sínar og láta ómenntaða eldabuskuna lesa þær. Ef hún skilda ekki eitthvað þá strokaði hann það út - svona einfalt skrifar hann. Hann skaut sig að lokum á Kúpu, þrír nánir ættingjar hans hafa notað sömu tækni.