Dagbók Rahid Ladin.

12 águst 1990.


Halló, ég heiti Rahid Ladin. Ég er 14 ára og á heima í Indlandi. Ég er aleinn, mamma mín var grýtt til dauða út af því að hún elskaði pabba svo mikið að hún hélt framhjá manninum sínum til að vera með pabba. En pabbi gat aldrei horft á mig. Ég var svo mikil skömm fyrir fjölskilduna svo hér er ég. Ég var að vinna við að sópa götur borgarinnar þegar ég fann þig. Þú varst svolítið gömul. Það var búið að skrifa í þig. Einhver stelpa sem hét Lahadí. Síðasta blaðsíðan endaði að hún hafi þurft að giftast einhverjum manni. Ég vorkenndi henni svolítið, ég meina ung stelpa að giftast einhverjum kalli, og ég get alveg giskað á að þetta sé einhver gammal ógeðslegur perri.
Jæja ég þarf víst að fara í háttinn. Þarf að fara í vinnuna kl 5 á morgunn, og er að vinna til 10 um kvöldið.


1 september 1990.



Jæja ég fékk launin mín í dag. Þetta var nú ekki mikill peningur. En það sem særir mig mest er að þessir snobbistar sem borga okkur, kastar til okkur laununum því að þeir vilja ekki snerta okkur. Við erum svo óhreinir. Ég er í lélegri stétt. Það er ekki létt að komast af svona fátækur í Indlandi.
Ég er ekki með neitt klósett svo ég þarf alltaf að fara út í skó og gera mínar þarfir þar. Og það þurfa margir svo að það er frekar ógeðslegt að labba þarna um í skóginum.
Jæja skrifa í þig seinna.


12 janúar 1991.

Ég er veikur, hogsta rosalega. Stundum hogsta ég blóði. En það hindrar mig ekki við að vinna. Ég þarf að vinna til að nærast. Ég er svo svangur, svo rosalega svangur.
Ég var að sópa götunar í gær, og þar sá ég litla stelpu hlaupa að mér. Hún var vel klædd svo ég sá að hún var í æðri stétt en ég. Hún ætlaði að seiga eitthvað við mig en þá greip móðir hennar í hana og skipaði henni að labba að svona fólki aldrei aftur. Ég var virkilega sár yfir þessu.
Jæja ég er farinn þarf að vakna snemma eins og ávalt.


16 febrúar. 1991

Ég er svo veikur. Ég hogsta og ligg hér í hreysi mínu. Ég á engan pening og hef ekkert að borða. Hvað get ég gert. Ég ligg hér í hitanum og skrifa í þig. Dagbók, þú ert eini vinur minn. Ég er svo einmana, og ég veit að ég á eftir að deyja bráðum. Ég sætti mig alveg við það. Ég er líka svo þreyttur, svo rosalega þreyttur á þessu lífi. Nú kem ég móðir, nú kem ég til þín. Og enginn getur meitt okkur.