Að undanförnu hefur borið mikið á sögum sem hafa ekki annað markmið en að vera eitthvað ‘flipp’. Þessar sögur ganga út á að vera fyndnar og endalaus orðaleikfimi. Margt má gott um þær segja en ég verð samt að segja eins og er, að mér finnst vera kominn tími til að þessar sögur fái sérkork. Þær eru oftar en ekki frekar stuttar, varla meira en blaðsíða, og sjaldnast er hægt að segja um þær að þær uppfylli kröfur um myndræna framsetningu eða alvarlega persónugerð, að einhverju ráði. Því miður virðist bág stafsetningarkunnátta oftar en ekki fylgja með.

Er því einhver ástæða til að samþykkja þær sem smásögur? Í rauninni ekki. Smásögur er ákveðið form bókmennta sem fer fram á þó nokkurs af höfundi sínum, þrátt fyrir að vera opnara form en td. örsagan. En þar með er ekki sagt að hvaða saga sem er geti flokkast sem smásaga.

Við stjórnendur þessa áhugamáls höfum farið fram á við vefstjóra að hann setji upp kork fyrir þessar sögur og mun hann heita Djók-sögur. Þess lags sögur munu miskunnarlaust verða sendar þangað. Þetta er gert til að áhugamálið standi undir nafni og hér verði að finna, á forsíðu greina, aðallega smásögur og skyldan prósa, auk þess sem örsögur, umræður um smásögur og djók-sögur verði á korkum.