Ég stend og horfi fram, horfi í kringum en sé samt ekki látna vini mína í hernum. Eina sem ég sé er óvinaherinn koma á móti mér, riddari að koma frá hægri átt og virðist ætla sér að fara framhjá mér og á konung minn. Ég lít á konung minn hvítan og glansandi. Ég sé að hann óttast þessa stöðu meira en ég og það er slæmt því ég er að treysta honum fyrir mínu lífi og vina minna en núna eru þeir allir horfnir á braut og eina sem eftir er er ég og konungurinn sem virðist vera búinn að missa alla von. Hann stígur skref til hægri og horfir á mig og það er eins og í augnablik þá erum við að hugsa það sama, “tapað!”. Riddarinn hreyfir sig og heyrist skák og mát.


ég veit að þetta er frekar lame saga en samt þetta var bara hugmynd og mætti alveg bæta hana mun betur. :(