Klósettpappírinn var búinn. Ég fór með nokkur vel valin blótsyrði. Ég yrði bara að hrista mig. Eins gott að ég þurfti ekki að skíta. Ótrúlega pirrandi svona fólk sem að gleymir að kaupa botnþurrkur. Ég velti fyrir mér hvort að gaurinn sem biði mín nakinn þarna í hinu herberginu skeindi sig kannski aldrei. Sú hugsun vakti með mér viðbjóð en ég hristi hann af mér um leið og seinustu hlanddropana. Mér fannst alltaf eitthvað óþægilegt við að nota salernið annarsstaðar en heima hjá sjálfri mér. Ég varð nú að viðurkenna að þetta var ekki svo slæmt, þrátt fyrir að eigandinn væri þrítugur piparsveinn. Þetta var svosem engin glamor enn ég hafði séð það verra. Ég sá að hann notaði Ferrari rakspíra og hed and shoulders sjampó. Bæði gott. Mér þykir góð lykt af Ferrari og ef að hann notar sjampóið þá er hann ekki með flösu. Ég fann að mér var að verða hálf bumbult. Kannski ekki srkítið ég var búin að drekka ótæpilega mikið af áfengi þetta kvöld. Ég krosslagði fingurnar og vonaði að ég myndi ekki æla í miðjum klíðum. Ég leit í næríurnar hjá mér og sá lítin rauðan blett. Djöfullinn! Ég var að byrja á túr. Hefði getað gerst á betri tíma. Ég var ekki búin að sofa hjá í mánuð. Þetta sannaði fyrir mér að Guð var ekki góður eins og amma sagði. Ég ákvað að láta þetta bara flakka. Hann myndi ekkert taka eftir þessu. Það var myrkur inni í svefnherbergi og ég yrði farinn áður enn það birti. Mikið óskaði ég þess að ég væri eins og kvennsurnar í vasabrotsbókunum. Þær fóru aldrei á túr, ropuðu ekki né ráku við, svitnuðu aldrei, þeim óx ekki hár undir höndunum og fyrr kæmi heimsendir en að þær þyrftu að skíta. Enn ekki var á allt kosið. Ég var orðin nærri því alveg þurr að neðan svo að ég stóð upp og hisjaði upp um mig. Ég þakkaði guði fyrir að hafa rakað litlu vinkonuna deginum áður, það var einhvernvegin svo miklu snyrtilegra. Ég opnaði dyrnar og flýtti mér inn í svefnherbergi. Það var niðamyrkur og ég kveikti ekki því að ég stunda ekki kynlíf með kveikt ljósin þegar engar tilfinningar eru í spilinu. Ég rak tánna í eitthvað á leiðinni og blótaði. Ég fann loksins rúmið og settist niður. Ég beið eftir því að hann gerði eitthvað eða segði eitthvað. Hann gerði ekkert né sagði ekkert svo að ég sat bara þarna eins og illa gerður hlutur í þögninni. Loks fannst mér þó nóg komið og pikkaði í gaurinn. Hann hreyfði sig ekki. Ég vonaði að hann væri ekki dauður. Ekkert hægt að nota hann svoleiðis. Ég gerði mér grein fyrir því að hann var ekki dauður þegar hann byrjaði að hrjóta. Mannfýlan hafði sofnað! Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera. Hvort ég ætti að reyna að vekja hann eða láta mig hverfa. Þá mundi ég eftir því að ég hafði keypt mér ný battarí í víbradorinn deginum áður. Ég var ekki lengi að taka ákvörðun. Ég rak tánna aftur í á leiðinni út og blótaði aftur. Ég athugaði hvað þetta var og komst að mér til mikillar ánægju að þetta var full flaksa af vodka. Ég skellti henni í veskið og dreif mig út í slidduna og rokið.