Ok þó ég sé 15 þá er ég ekki stór að mati margra. Krökkunum í 1. bekk finnst ég stór en ég er það ekki. Ég er einn og fimtíu á hæð og nokkuð feitur sem sagt dvergur.

Ég geng inn ganginn i skólanum hann er dimmur og skítugur eins og vanalega. Ég geng fram hjá krökkunum í 5.bekk þau flissa: ,,sjáðu þessi er í 9.bekk“. ég þoli þetta ekki lengur ég hleyp fram hjá þeim en fatta að það er kannski ekkert svo gáfulegt að hlaupa þá verður maður bara kallaður grenjuskjóða sem hleypur frá vandamálum. Nei ég vill sko ekki vera þannig ég sný mér að Gumma (sem alltaf þykist ver eitthvað) og kýli hann fast, fastar en ég virkilega vissi að ég gæti lamið og spyr: ,,var þetta gott?” Hann svarar ekki heldur snýr sér við og hleypur inn á klósett það fossar úr nefinu á honum blóð. Af hverju gerði ég þetta núna lýður honum eflaust jafn illa og mér líður hugsa ég og labba róleg í burt. Þarna er Telma stelpa í bekknum mínum, hún er eina stelpan sem er eitthvað vit í í bekknum, hún skilur mig.
En ég er ekki aumingji hugsa ég og geng inn í kennslustofuna þá öskra allir nema Telma ,,nei sko nördinn Bjartmar mættur á svæðið“ . Ég læt eins og ekkert sé en finn hvernig tárin læðast fram og eftir smá stund sé ég ekkert fyrir tárum. Ég sný mér við finn snýtipappír snýti mér og þurka tárin. Ég gat ekki farið svona grenjandi til baka inn í stofu ég fer út að ánni til að hugsa og jafna mig. Ég kasta smásteinum út í en sé svo ofsalega ljótan svartan stein sem mig langar ekki að hafa lengur á árbakkanum ég lyfti honum, hann er nýþungur ég geng eins nálækt árbakkanum og ég get og kasta einn steinninn festist einhvern vegin í peysunni minni og ég kastast með ofan í ánna. Ég finn hvernig lungun fillast af vatni straumurinn er svo mikill að ég ræð ekki við hann. Og allt í einu sé ég bara hvítt. Ég heyri rödd: ,,Jæja Bjartmarþinn tími er kominn en þú ert enn ungur” ég skil ekki neitt ég finn að mér líður ekki illa lengur. Þetta hlýtur að vera himnaríki besti staður í heimi.