Kettlingurinn var algjört krútt þegar hann kom um vorið. Lítill og saklaus. Krökkunum fannst líka vænt um hann frá fyrsta degi. Hann kúraði svo fallega og í kringum hann ríkti svo dularfull kyrrð og ró.

Allt sumarið lék hann sér við börnin á heimilinu og ekkert í heiminum gat verið saklausara og fallegra en þetta litla dýr.

Um hautið fór hann í sína fyrstu gönguferð um hverfið. Af varkárni steig hann til jarðar og horfði á hugsi á heiminn sem var fyrir utan veggi heimilisins.

Árin liðu og börnin urðu unglingar og kettlingurinn varð fullvaxin kisa. Æsingalaust gekk kisa um heimilið og hafði frið fyrir unglingunum sem höfðu fengið áhuga á öðru. Kisa saknaði barnanna og börnin litla kettlingsins.

Einn vetrardag rauf glataði kisa sakleysinu. Hún hafði klófest lítinn og saklausan fuglsunga og bar hann inn á heimilið. Unglingarnir, sem einu sinni léku sér sem börn að litlu kisu, náðu unganum af henni. Unginn hvíldi í höndum þeirra nær dauða en lífi af hræðslu. Þeim hafði tekist að bjarga honum á síðustu stundu.

Þennan vetrardag flaug saklaus fugl til himins úr höndum unglingsins en dagar kisu voru taldir.