Hæ ég hef mikinn áhuga á að skrifa bækur þá er ég mest heillaður af ævintýrum hvort sem það sé í nútíð, fortíð eða framtíð, þessum heimi eða öðrum.

Nú er ég að skrifa ævintýrasögu sem gerist í heimi þar sem drekar, álfar og aðrar furðuverur eiga sér ból (líkt og heimurinn í Hringdróttinssögu).
Hér fyrir neðan hef ég punktað niður nokkra punkta um aðal vonda karlinn í sögunni minni Margelon.
Plís ekki vera vond við mig ég er bara rétt að byrja..

Margelon

Fæddist fyrir 53 árum áður en sagan gerist í hinni virtu borg Valsif þar sem fremstu galdraskólar eru staðsettir ásamt virtustu og öflugustu galdramönnum sem vitað er um.

Foreldrar: Karl Vilfetsson og Jasmín Náttbjargar. Móðir lést er Margelon var 5 ára.

Faðir sendi Margelon í galdra skóla hjá einum virtasta galdrameistara sem vitað var um Sólíus um 7 ára aldur.

Sýndi strax mikin metnað og hæfni við galdraiðjuna og var einn besti nemandi Sólíusar um langt skeið.

19 ára var hann orðinn fullfær um mjög máttuga galdra og var hann orðin óþreyjufullur að læra eitthvað nýtt.

Sólíus fannst hann notast við of öfluga galdra miðað við reynslu hans svo hann svipti hann bókunum af ótta um öryggi hans vegna tilrauna hans með öfl sem hann hafði ekki enn fullan skilning á.

Skömmu seinna braust Margelon inní hið helga bókasafn Valsif reglunnar og skoðaði nokkrar af bókunum þar. Þar kviknaði áhugi hans fyrir svartagaldri og særingargöldrum sem hann þreifaði sig áfram með í laumi.

25 ára að aldri komst upp um Margelon og svartagaldursæfingar hans Sólíusar til mikillar skelfingar. Sólíus sá ekki annan kost en að reka Margelon úr Valsif að eylífu. Margelon hafði skapbreyst með þeim árum sem hann varði í svartagaldurslærdóm sinn, rauk hann upp í reiði sinni og sló Sólíus svo hann féll í gólfið.

Fyrir þetta var Margelon hýddur með mjög sársauka fullum en óbanvænum göldrum fimm sinnum á dag í eina klukkustund hvert um sig í tvo mánuði. Eftir það var hann rekin út úr galdraborginni Valsif.

Margelon var nú orðinn blindur af reiði og þráði hefnd. Hann tók að særa fram ýmsa anda með þeirri takmörkuðu þekkingu sem hann hafði á svartagaldri. Reiði og hatur Margelons var það mikið að það nægði til að særa fram erkidjöfulinn Heloníus.

Helóníus vissi hve heitt Margelon hataði og hversu mikil reiði var í honum að hann gerði samning við Margelon. Margelon fengi óendalega galdrakrafta í skiptum fyrir að hann kláraði særingargaldurinn og kallaði erkidjöfulinn inn í þennan heim þar sem hann myndi tortíma honum.

Margelon tók tilboðinu og öðlaðist gífurlega krafta eins og Heloníus lofaði. Margelon gat þó ekki klárað ritninguna en Helóníus sagði honum að til þess að það væri mögulegt þyrfti hann smíða vítishlið úr viði úthellt í blóði tíu hreinna meyja. Þar fyrir utan þyrfti hann tvö sverð þ.e vítissverðið sem Heloníus afhenti Margelon strax og lífssverðið sem hann vissi þó ekki hvar væri niðurkomið. Þessi vopn þyrfti hann að nota við ritnunguna þ.e stinga vítissverðinu í gegnum hjarta verndara þessa heims á altari fyrir framan vítishliðið og loks fleygja lífssverðinu inní hliðið til að opna það.

Margelon hét því að hann myndi standa við sitt loforð. En hans fyrsta verk eftir þennan samning við Heloníus vað að hefna sín á Valsif.

Margelon grandaði Valsif á einum degi með miklum jarðskjálftum og loftsteina hríð sem rigndi yfir borgina. Enginn slapp við þessa tortímingu og ekkert stóð uppi af henni lokinni.

Eftir að Margelon hafði svalað reiði sinni var kominn tími til að uppfylla sinn hluta samningins við Heloníus……
<br><br>–
Heimurinn ownar ykkur