Hver sem þú ert, hvert sem þú ferð og sama hvað þér leiðist, þá getur þú alltaf verið viss um að hugur þinn fylgir þér við hvert fótmál.

Þegar þú komur loks heim eftir erfiðan dag, hraðar þér inn í herbergið þitt, leggst niður og færð loks þína langþráðu hvíld, þá fyrst fer hugurinn af stað.

Þá er eins og þú standir fyrir framan sannleikann. Sannleikurinn brosir kumpánalega til þín, opnar fyrir þér dyrnar að innstu fylgsnum hugans og bíður þér inn. Þar inni sérðu þig án grímunnar, dulargervanna og gerviskapsins. Og þá fyrst finnst manni maður vera heima hjá sér.
Heima fyrir hellir Fortíðin upp á könnuna og tekur til meðlætið meðan þú spjallar við Nútíðina. Stundum kemur Framtíðin í heimsókn og segir þér það helsta í fréttum.

Eftir spjallið ferðu síðan inn í hvíldarherbergið þar sem þú leggst niður í mjúka og skýjakennda rúm dagdraumanna. Einmitt þegar þreytan er byrjuð að sýjast úr líkama þínum í leit að öðru fórnarlambi og þér finnst sem þú svífir …

MATUR!!! Öskrar fjöldskyldan og þú hrekkur upp í gráum hversdagsleikanum. Þú stendur upp, lítur í spegilinn til að lagfæra grímuna aðeins og að því loknu gengur þú fram, tilbúin til að takast á við heiminn.

“Lífið er gáta -
lausnin er aftan á”
Storm P.