Tikk, takk, tikk, takk… það eina sem ég heyri er tikk, takk frá úrinu mínu. Ég er í mínum eigin heimi. Ég horfi á kennarann, píri augun aðeins til þess að ná betri athygli á hann en ég heyri ekki það sem hann er að segja, hann hreyfir varirnar en ekkert hljóð kemur frá honum. Mér leiðist. Ég lít út um gluggann og reyni að finna eitthvað þar úti til að dreifa huganum frá leiðindunum en ekkert virkar. Þegar ég lít við sé ég að kennarinn horfir á mig. Smá skömmustutilfinning fer um mig því það er ljóst að það er ég sem á að lesa upp. Vandræðalega segi ég “ha?”, og loks heyri ég rödd kennarans eins og muldur, tek við fyrirmælunum, dríf verkið af eins hratt og ég get og anda léttar. Sumir dagar eru bara ekki góðir. Mér leiðist svo óskaplega mikið. Samt ætti mér ekki að leiðast, því þetta er það sem ég valdi af sjálfsdáður, en stundum er eins og heimurinn snúi á hvolfi og ég botni ekki í neinu.
Og áfram tifar úrið. Tikk, takk, tikk, takk, tikk, takk…