Ég horfi á sólarlagið. Síðustu geislarnir skína á andlitt mitt og að lokum nær myrkrið yfirhöndinni. Tunglið kemur og tekur í höndina á mér. Það lyftir mér upp til stjarnanna og lætur mig dansa við pláneturnar. Þögnin er tónlist okkar og myrkrið, stjörnurnar og litir sólarinnar eru fötin okkar. Þessi dans, sem ég er aðeins þátttakandi að, hefur verið dansaðir án þess að stöðvast síðan alheimurinn myndaðist. Eilífðin er aðeins örstutt myndbrot en framtíðin þýtur áfram á ljóshraða. Þegar ég horfi á Jörðina langar mig ekki aftur þangað, því þessi dans, þessi tónlist hefur heltekið sál mína. En senn dagar á Jörðinni og Tunglið vísar mér leiðina heim. Og í hvert skipti sem ég horfi til stjarnanna, heyri ég tónlist þeirra og ég dansa með.