Hæ, mig langar til að skrifa bók en vil fyrst setja smá brot úr henni hér, endilega segjið hvað ykkur finnst.

---

Ég lít upp, reyni að hreyfa hendur, get það ekki. Reyni að hreyfa fætur, get það ekki. Hvar er ég? Ég finn að ég sit bundinn við stól. En hvernig lenti ég hér, um leið heyri ég að einhver nálgast mig aftan frá, hann hlær. Hann hlær hrjúfum og dimmum hlátri svo ekki fer á milli mála að þetta er eldri maður, eða sígarettuháður maður. "Langt síðan við höfum hist. Gaman að þú skildir loks líta við í heimsókn." Þá átta ég mig á því hver þetta er. En hvers vegna? Hvers vegna hefur hann nú rænt mér? Ég sem hélt að við værum vinir.