Lestin.
 
               Hann var á leið heim, eftir að hafa brugðið sér frá, til ýmissa erinda sem hann átti eftir að sinna í nýjum heimi sannleikans.  Það var svalt, en sterk vorsólin sem fór síhækkandi, skein, óhindruð og björt „Sie ist der hellste Stern von allen“ merkilegt að að Þýskan geymi þetta orð „hell“ yfir bjart hugsaði hann með sér þegar hann gekk að dyrum hússins. Hann gekk inn og í stóru stigahúsinu var eins og að gömul kolalest hefði nýfarið þar um og skilið eftir sig reykfylltan hitamökk úr glóandi dökkum orkugjafanum í skærbjörtu holinu, því stórir gluggar hleyptu inn björtum geislum sólarinnar.  Hvar skyldi nú mokarinn vera hugsaði hann með sér og hann fann fyrir sakleysinu.
               Á pallinum sátu þrír menn og reyktu þeir höfðu verið þarna oft áður og ég var farinn að kannast við þá þrír á palli sem virtist vera einhverskonar tilverustig sem enganveginn passaði við eitt né neitt, þarna var hátt til lofts og vítt til veggja og tvær hurðir sem ávallt voru lokaðar, og geislvirkur reykurinn framkallaði seiðmagnaða ásjónu mannanna en það vantaði stafina.
               Uppi var háttstillt sjónvarp og háværar raddir, eldhúshljóð, umgangur en ekki nokkra manneskju að sjá.  Hann taldi upp að tíu og sagði hó.  Það varð eins og oftast hann fann drenginn því hann var alltaf á leyndasta staðnum en samt auðsjáanlegur.
               En nú var uppi önnur staða, hún hafði náð tökum á honum, alltaf á augljósasta staðnum en var viss um að engin myndi finna sig.  Þarna var ekki bleikur fíll, þarna var druna kolalestarinnar, en mátturinn sem skapaði hana var farinn í staðinn komið tangarhald firringar. 
 
               Hann hafði beðið lengi ófalinn en samt allt að því ófynnanlegur, Mokarinn.
 
Nú var komið að mér.  Drengurinn er farinn til móður sinnar, ég er innilega glaður fyrir hans hönd.
Ég set Boney M á fóninn.
Höf. hervarri
                   
Jón Gíslason