Seðlabankinn og Fiktið, Smásaga 2:
hér á eftir fer ein “saga” úr smásagnaheftinu “Seðlabankinn og Fiktið” sem ég gaf út í 9 eintökum seint á árinu 1998, en þá vann ég sem tölvufræðingur í ónefndum banka… :D eins og sést þá var fremur rólegt að gera í bankanum… þessar sögur eru svona smásögur/dagbókarbrot…

endilega komið með Comment.
—————————


Mánudagur 5/1 98
hálftómur steypubíll á laugardagsmorgni

á dagatalinu stendur 5.1.98 og ég krosslegg fingurna í von um að þetta sé ekkert annað en vondur draumur um leið og ég skakklappast yfir þetta lyklaborð með tilheyrandi látum og backspacetakkinn er að verða uppeyddur. litlar grænar dúfur sitja á gluggakistuni og korra rólega í átt að kínverskum sendimanni með kvef. “kók…”hugsa ég meðan ég losa tappann af flöskuni og þefa af gufustróknum sem stendur út úr höfðinu á endurskoðandanum sem ég var að láta fá forláta 386 með 32mb minni, hann virðist ekki vera ánægður með að fá þennan forláta handtrekkta forngrip meðan ég hamra steypu inn á 200mhz pentium sportbíl með blæju og þriggja lítra rotaryvél, twinturbo intercooler og tilheyrandi átópælot. (hann á nú bara(endurskoðandinn) að vera hérna í mánuð for kræing át lád man!!! heldur hann að maður skíti pésum eða hvað?) póstkérlingarnar(já þessar skrítnu sem sjá um póstinn!!!!) verða beyglaðri með hverjum deginum og tryggvi virðist alltaf vera að gera eitthvað sniðugt því enginn hörgull er á sögum! hann er nu samt alveg frábær. denni hefur ekki sést síðan hann ákvað að fá sér turntölvu sem er gott því annar eins furðufugl hefur örugglega aldrei flögrað um á þessu eyðiskeri. vissiru að teskeiðin sem doddi draugur notar fyrir stól(líka um jól) er ekki teskeið heldur dvergvaxin matskeið í tilvistarkreppu? út um gluggann hjá mér sé ég niðrá hús fiskifélags íslands (vissiru að það var stofnað 1911???)og koparbréfaklemma með vígtennur er að dansa ræl við tabflöskuna sem stendur við borðröndina og er orðin blóðrissa á tánum eftir sandöldurnar sem fjúka eins og hægfara diskettudrif yfir danmörku. á meðan skoðar tryggvi gömul umslög af miklum áhuga og natni og geispar ferlega(er ég svona leiðinlegur?? hvað finnst þér?) og virðist ekki taka eftir því að ég stend á haus með diskettu í auganu og heimskulegt glott sem bendir til þess að síminn á skrifborðinu sé aftur farinn að skíta útum allt þó svo að hann viti að hann á sandkassa í hægri skrifborðsskúffuni. ég þarf að fara að temja hann aftur.
Zaphod Bleeberbrox kom í heimsókn ásamt Ford Prefect og við áttum ánægjulega kvöldstund í faðmi fjölskyldunnar en eins og alþjóð veit þá er Zaphod forsteti Vetrarbrautarinnar og Ford er aðal höfurndur The Hitchikers guide to the galaxy, en nú er hún vinsælli en Encyclopedia Galastica version 3.2 sem er orðin úrelt. ég ætla líka að benda þér á að símaskráin 98 er að koma út og þá leiðist okkur ekki lengur(hvað er skemmtilegra en að fletta í ylvolgri símaskrá ha??)

Allavega sjáumst við seinna og hafðu það gott þangað til við hittumst næst.
þin vinu