‘Þessi krakki verður að fara út einstaka sinnum’ sagði Geiri og stundi. ‘Það getur einfaldlega ekki verið heilbrigt að sitja svona fyrir framan tölvuna allan liðlangan daginn. Margrét kinkaði kolli og kallaði svo inn í herbergi. ‘Dagný Dröfn! Farðu nú út að leika þér í góða veðrinu! Slökktu á tölvunni og farðu út í garð eða eitthvað!’ Ekkert svar barst frá unglingum, sem sat sem dáleiddur fyrir framan stóran tölvuskjá. Á skjánum var mynd af fallegum garði, garði fullum af blómum og börnum að leika sér. Hún virti fyrir sér brosandi andlitin, gleðina sem virtist skína úr augum þeirra, og fann að hún myndi aldrei verða eins og þau, aldrei finna ánægju í félagsskap jafnaldra sinna. Svo að hún andvarpaði, slökkti á skjánum og gerði enn eina tilraunina til að skera sig á púls.