“Hann nálgast!,” heyri ég kallað ofan af gríðarháum varnarveggnum. Hver nálgast? Það er dauðinn, dauði allra hér í Gongar. Fólk byrjar að hlaupa um í skelfingu, hrasar um sína eigin fætur en er jafnflótt byrjað að hlaupa aftur. Hvers vegna? Þau munu deyja hvað sem þau gera. Flest halda þau að þau bjargist ef þau forði sér sem lengst í burtu, en þau hafa rangt fyrir sér. Hann eltir þau uppi hvert sem þau fara og ekkert mun stöðva hann. Nokkur halda þó kyrru fyrir, en ekki vegna þess að þau vita það sem ég veit, nei, þau halda kannski að þau geti stöðvað hann, eða eru bara alltof hrædd til að hlaupa.
Bogamennirnir eru byrjaðir að skjóta örum að honum og ég heyri kallað “Það stöðvar hann ekkert! Við erum öll glötuð!” Loksins smýgur það inn hjá einhverjum, að það sé ekkert hægt að stöðva hann né forðast, en það er orðið of seint fyrir hann. Stór og mikill hvellur heyrist og ég sé bogamennina, ásamt nokkrum steinum úr veggnum, detta á jörðina fyrir framan mig þar sem ég sit með bakið upp að varnarveggnum. Öskrin hljóðna allt í einu, öll staðnæmast þau og horfa á sterkbyggt járnhliðið skelfingu lostin. Í útjaðri sjónar minnar sé ég hliðið fljúga af hjörunum og skella á einu húsinu. Veggur hússins þar sem hliðið skall á því hrynur undan kraftinum sem fór í að senda hliðið fljúgandi að húsinu.
Öskur skelfingar berast frá þorpsbúunum er þrjú af þeim springa innan frá og blóð og innyfli fljúga um loftið og skella í andlitum hinna. Loks sé ég í hann er hann stígur inn í bæinn, klæddur í ósköp venjulegum fötum og tveir fjaður vængir sem ganga út úr baki hans. Augu hans leita yfir hópinn og svo eru þau öll dauð, hausar detta af og rúlla um þurran og sprunginn jarðveginn. Hann snýr við og gengur hægum skrefum út úr bænum, eldur brennur í augum hans.
Allir eru dauðir, allir nema ég. Já, ég lifi vegna þess að ég vissi, ég vissi að við myndum öll deyja. Einungis viska getur bjargað manni þegar maður á að deyja.
“Æ já, ég gleymdi þér víst,” segir hann þegar hann stígur aftur inn í bæinn……………