Það var sól og logn. Þetta var fallegur dagur, Gunni var á gangi hjá einhverju gili sem var nálægt húsi hans. Þá kom Karl bróðr hans fljúgandi út um gluggan á húsinu þeirra, það var eins og einhver eða eitthvað hefði fleygt honum út um gluggan. Karl skrapaðist eftir hrjúfóttri jörðinni, Gunni öskraði. Síðan allt í einu lyftist Kalli upp og þeyttist fram af gilsbrúninni. Eftir það birtist vera upp húr þurru lofti. Þetta var risavaxin maður, um 3 metrar á hæð. Húðin á honum var öll föl, hann var í rifinni peysu og hálfrifnum buxum. Eina orðið sem hann sagði var ,,fleyta.“ Eftir það sparkaði hann Gunna fram af brúninni.
Gunni vaknaði í svitakófi í rúminu, hann hafði bara verið að dreyma. Hann fór fram og tók upp cheerios pakka, hellti í skálina sína. Karl kom fram, hann sagði ,,djöfull ertu sveittur mar! Hvað kom eiginlega fyrir þig?” Gunni sagði: ,,mig dreymdi illa“ hann kláraði cheeriosið sitt og bjó sig fyrir skólann.
Honum leiddist alltaf í skólanum, en sem betur fer þurfti hann bara að læra lítið heima.
Þegar hann nálgaðist húsið sitt heyrði hann lágt ,,feykja” hann hljóp í einni hendingu heim til sín.
Þegar hann kom inn blasti við honum heimilið eins og það var vanalega. Svo var hringt dyrabjöllunni, hánn fór til dyra. Opnaði hurðina hægt og rólega… þetta var bara kærastan hans Fjóla. Hann bauð henni inn. Þau fóru upp í herbergi, þegar þau komu upp byrjuðu þau að kyssast, en allt í einu heyrðist skarkali niðri. Þau hlupu niður. Niðri blasti við þeim ófögur sjón. Veran sem hann hafði dreymt um nóttina stóð þarna niðri, hún gekk að Karli og reif snöggt af honum hausinn.
Gunni og Fjóla öskruðu…
Hlupu niður í kjallara til að kíkja á pabba Gunna…



Framhald Síða