Hún prófar púslin eitt og eitt. Vonar að eitthvert þeirra passi við næsta. Falli að. Hún veit að þolinmæðin þrautir vinnur allar. Að eina leiðin sé að reyna að sigta út hvað gæti passað og prófa svo. Ef það hepnnast ekki í yfrstu tilraun þarf að prófa næsta.

Eldhúsborðið er heimur útaf fyrir sig. Þrjú þúsund bitar í óreiðu en við hliðina á liggur mynd sem sýnir hvernig myndin lítur út þegar búið er að raða öllu saman í róandi mynd af fallegu landslagi.

Fyrir utan rammann eru bitarnir óteljandi og óreiðan enn meiri. Hennar eigin biti er enn laus, vantar réttan stað. Bitarnir eru fleiri og engin mynd af fullgerðri púslunni. Reglurnar eru þær sömu: Prófa og ekki gefast upp. En hún prófar ekki einu sinni. Hún er of upptekin við að púsla.
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.