Ég hef oft reynt að setjast niður á kaffihúsi fyrir frama bleiku fartölvuna mína en það gerist ekki neitt þótt ég panti mér einn kakóbolla. Þegar ég var búin að reyna í klukkutíma sagði ég upphátt út í loftið: „OMG! Hvar á ég að byrja?“ Og eftir annan klukkutíma var blaðið alltaf jafn autt. Að vísu hafði ég byrjað að skrifa nokkur orð en hafði alltaf strokað það út jafnóðum. Ég sat bara þarna út í horni á kaffihúsinu og pældi í því hve lengi ég hafði reynt að ná góðri byrjun á sögu. Ég skrifaði mikið þegar ég var lítil sem ég tel vera undirbúningurinn fyrir það verk sem ég ætla mér að hnýta endi á. Mig langar að skrifa bókina sem mig hefur alltaf langað til að lesa, bókina sem kortleggur lífið.