rauninni er ég að segja að ég sé niðursokkinn í hugsanir mínar. Það sem er að angra mig eru allar þessar spurningar sem koma úr öllum áttum. Síðast liðnu daga hafa vaknað alls kyns spurningar og ég hef komist að því að það er svo margt eftir ósvarað í mínu lífi. Ég hef hafið leið mína í hinn upptekna heim fullorðinna einstaklinga. Klukkan vantar fimmtán mínútur í fjögur. Ég hef verið andvaka í fjóra klukkutíma. Ég er svo rétt nýkomin út saklausa ævintýraheim barnanna. Ég er á milli tveggja heima. Ég er teenager. Manneskja sem er af hluta til barn og fullorðin. 50/50 af vanillu og súkkulaði. Teenager er einhver sem er að læra af fortíðinni en er óviss um hvað gerist í framtíðinni.