„Í gegnum myrkrið get ég ávallt séð ljós þitt. Ljós þitt lýsir mér veginn að betri heimi. Þú skín svo skært að skuggi þinn gleymist. Þú mun alltaf skína af geislum þínum og ég finn þig ávallt nálægt mér. Enginn á eins fallega geisla og þú því það er enginn eins og þú. Það er bara ein sól og þú ert sólin mín. Jafnvel þegar sólin fer ert þú hér og lýsir yfir mér. Fyrir gott og illt horfumst við í augu hvors annars undir fögru ríki guðs. Sál þín á heima í himnaríki. Þú ert lífsins ávöxtur sem vex með lífinu. Fegurð þín rennur saman við lífsins undur. Fegurð þín birtist mér og allt virðist svo dásamlegt sem virðist smitast út í hvert sinn sem þú andar frá þér. Heimurinn breyttist þegar þú fæddist. Allt breyttist andartakið sem ég leit augum á þig í fyrsta sinn. Fyrir það vissi ég ekki af himnaríki hér niðri á jörðinni. Ég hef aldrei þekkt eins fallegt. Þú hefur gert svo margt fallegt fyrir þetta líf. Þegar þú sefur ertu friðsæll eins og engill með sporðbauginn um höfuð þér. Ég er jörðin og þú ert sólin. Ég snýst í kringum þig. Þú kemur frá öðrum heimi. Heimi margfalt stærri en mínum. Blómin vaxa með hálp frá fegurð þinnar. Ég hef komið alla leið frá annarri veröld til að elska þig. Þegar þú vefur geislum þínum um mig fer hjartað mitt í kapp við formúlu eitt. Ef ég ætti val myndi ég velja þig yfir fegurð því fyrir fegurð gæti ég ekki fundið þig. Við erum saman fyrir ástæðu. Við deilum einhverju sem einungis bara ég og þú getum átt. Þegar ég er hjá þér, fyllist ég af ljósi. Þú færir mér hamingju sem enginn annar gæti fullnægt. Ég hef aldrei fyrr kynnst annari eins tilfinningu. Aðdráttaraflið á milli okkar er svo sterkt að ég gæti ekki séð lífið fyrir mér án þín því að þú hefur snert hjartað mitt. Ég vil alast upp með þér og upplifa lífið með þér hamingjusöm til æviloka. Þú ert fegursta lífvera sem hefur fæðst á hafperlu gyðjunnar sem hefur leitt okkur saman og blessað okkur. Þú ert hluti af mér. Hinn helmingurinn af hjarta mínu. Ég vil sofna í fangi þínu og vakna svo við bros þitt fyrir augum mínum, skínandi eins og sólin sjálf. Um þessar stundir dreymir mig allar nætur. Ég lofa að ég muni alltaf gera mitt besta til að sýna þér það sem þú átt skilið og mun alltaf standa mér þér. Ég mun alltaf vera til staðar fyrir þig þegar þú þarfnast mín. Þú ert ekki bara prinsessa mín heldur líka besti vinur minn og fyrir það elska ég þig ávallt. Það sem ég vil fyrir þig er að ég sé þér sönn vinátta og þess vegna segi ég: viltu giftast mér?”