Bara fyrir forvitnissakir, er einhver hér að hugsa um að taka þátt í NaNoWriMo (National Novel Writing Month) í Nóvember?

Eða eru reynsluboltar sem hafa tekið þátt? Hvernig gekk?

Ég er spennt fyrir hugmyndinni en á í vandræðum með að finna söguefni. Svo þykist maður víst alltaf hafa svo margt annað að gera. Þetta væri ákaflega krefjandi verkefni fyrir mig þar sem 50.000 orð eru tvöfalt meira en mín lengsta saga til þessa en það gerist víst ekkert nema maður reyni.

Eru fleiri hér að spá í þetta?
Forever is such a long, long time and most of it hasn't even happened yet.