Ókei þessi saga varð til þegar ég var að pæla í textanum í laginu um Litla Kassa.


Lífið. Eins og í laginu um litla kassa á Lækjarbakka. Alltaf allt og allir eins. Eða hvað? Manneskjan merkt í sérstakan kassa þar sem hún ákveður að vera um alla eilífð. Læknir. Bústólpi. Handverksmaður. Móðir. Öryrki. Gúmmítöffari. Það var útaf því sem mér fannst þetta vera eitthvað svo sérstakt. Lífið. Hvað verður um kassana þegar við yfirgefum þá, þegar við deyjum? Gufa þeir bara upp, eða kemur einhver annar til þess að fylla uppí hann, einhver nýr sem fær að kúra í kassanum sem lögfræðingur eða hárgreiðslukona. Hvað gerist ef þú lendir í röngum kassa? Varðst fædd/ur í það að vera í kassanum þínum sem er merktur verkfræðingur en lentir fyrir slysni í kassann merktan atvinnulaus heimavinnandi faðir? Hvað gerist þá? Hrynur heimurinn til nokkuð til grunna? Geturðu hugsanlega breytt þessu? Hvernig finnurðu taktinn þinn aftur? Kassinn þinn virðist kannski öðruvísi. Óþægilegri. En öllu er hægt að venjast. Lærður verkfræðingur, sem missti vinnuna í kjölfar niðurskurðar á vegum fyrirtækisins. Gæti honum allt eins verið þá hent inn í allt annað starf t.d það að vera heimavinnandi með ársgamla dóttur sína? Ég hef lengi velt þessu fyrir mér með kassakenninguna. Kassarnir sem ég er að tala um eru ekki eins og líkkistur, meira eins og merkimiði fyrir þitt líf. Strikamerki eilífðarinnar, sem býður samt sem áður upp á undarlega umturnun bæði slæma og góða. Það er samt alls ekki alltaf jafnauðvelt fyrir þig að skipta um merkimiða…..en þú veist aldrei hvenær það gerist. Það er það dásamlega við lífið. Þú veist aldrei hvað á eftir að gerast…fyrr en það gerist!
“Life's like a dick, it gets hard for no reason”