Leiddist í skólanum og þetta bara kom.
——


bókasafn.
þögn.
nei, ekki alveg þögn….
fólk að fletta bókum
fólk að pikka á lyklaborð
loftræstikerfið lætur líka í sér heyra
það gnauðar í því.
rigningin úti lætur manni finnast bókasafnið bara næstum því notalegt
auðvitað er það notalegt, en það er kannski ekki endilega helsti staður sem maður myndi fara á til að hafa það notalegt.

bíð eftir strætó.
stærðfræðipróf á morgun og æfing í kvöld.
afhverju tók ég ekki jakkann minn í morgun? núna er ég næstum blaut í gegn
ojbara

kem heim
skipti um föt
set hárið í snúð og byrja að læra
næ mér í kaffibolla og byrja á diffruninni

sjitt! klukkan er að verða sjö!
verð að drífa mig á æfingu!
hleyp út í fússi
sellóið á bakinu, hoppa uppí bíl og ek af stað með mixdiskinn minn í botni
söngla með á rauðu ljósi meðan ég fylgist með rúðuþurrkunum fara fram og til baka
fram og til baka
fram og til baka
fegin að ég tók jakkann núna, annars hefði ég verið rennblaut á æfingunni
ooooog
grænt ljós
bruna aftur af stað
stoppa, hoppa út úr bílnum

''Sigríður! Afhverju ert þú svona sein?''
lít á klukkuna…tuttugu mínútur yfir
''fyrirgefðu'' muldra ég
meðan ég pakka upp og muldra svo eitthvað meira um leiðinlegt veður og leiðinlega umferð
sest niður
stilli
og byrja að spila með
''hvað er málið'' hvæsir vinkona mín að mér meðan hún flettir
''þetta er lokaæfingin!!''
''já æji, svaf yfir mig í morgun og er eitthvað bara í rúst í dag'' muldra ég í óbósólóinu
muldra…ég verð að hætta að muldra..fólk fer að halda að ég sé eitthvað skrítin

keyri heim um ellefuleytið
djöfull er ég þreytt
og fokk, stærðfræðipróf á morgun
sest niður og byrja að reikna

vakna svo daginn eftir slefandi ofan á bókunum um hálf 10 leytið, með bakverk og strax orðin sein í próf

fatta svo að það er laugardagu
Munurinn á snilld og heimsku er sá að snilldin er takmörkuð.