Ótal myndum skaust uppí hausinn á henni þar sem þau lágu í grasinu. Var þetta stundin sem hún hafði beðið eftir svo lengi? Hún settist upp þegar hún fann hönd hans strjúka rólega upp lærið á henni og stundi lágt. Hlýju og sælustraumur fór um hana alla og hún bað þess í hljóði að hann myndi aldrei hætta. Alltíeinu réðst hann á hana og byrjaði að kitla hana. Þau veltust um af hlátri og allt í einu fann hún heitar varir hans við sínar. Kossinn var innilegur og þegar honum lauk leit hann í augun á henni og setti hárlokk sem fallið hafði úr stað bakvið eyrað á henni.
Þetta var stundin sem hún hafði beðið eftir og nú var hún liðin.