Hæ hó.

Ég fór að pæla í þessu um daginn, hvenær er maður kominn með of mikið af persónum? Ég er að vinna áfram í Draugadansi sem einhver af ykkur lásu kannski og komst að því að þar koma fram 17 persónur með nafni! Kannski orðið svoldið mikið? Þar af eru svona um 7 sem koma mjög reglulega fyrir.

Munið þið eftir að hafa lent í því að vera að lesa bók og ekki skilið upp né niður af því að persónurnar voru of margar?
kveðja Ameza