Hnáta ein byrjaði að skrifa sögu. Hún gat ekki sofið og eyddi meirihluta næturinnar í að skrifa þessa sögu. Og einhvern veginn tókst henni að einbeita sér best á næturna og sagan var mjög heilsteypt og útpæld.
Eftir um mánuð af þessu lagaðist loks svefninn og hnátan fór að skrifa minna og minna. Sagan hennar var ókláruð og aðeins 2 aðrar manneskjur höfðu lesið frumritið.
Ári seinna byrjuðu að koma sýniklippur úr kvikmyndum sem fjölluðu um svipað efni og saga hnátunnar var um. Þetta var alls ekki sami söguþráður en eitthvað af grunnhugmyndum þessara mynda og sögu hennar var mjög svipaður. Þetta leiddi til þess að hún fór að hugsa aftur um þessa sögu sem hún byrjaði á. En hún var ekki viss hvort hún ætti að klára hana þar sem líkur væru á að nú héldi fólk að hnátan hefði fengið hugmyndir sýnar frá þessum nýju kvikmyndum.
Þó að meginefni sögu hnátunnar og þessara kvikmynda sé alls ekki nýtt af nálinni er útsetning þeirra og söguþráður þannig að auðvelt væri að rugla þessu öllu saman.
Mörg dæmi eru um að kvikmyndir sem eru mjög svipaðar komi út á sama tíma en þar sem þetta allt kemur út á svo stuttum tíma hlýtur maður að álykta að uppruni þessara þriggja verka komi allir frá mismunandi grunni og byrjað hafi verið á þeim á svo stuttu tímabili að ekki sé hægt að segja að einn né neinn hafi verið að taka hugmyndir af hverjum öðrum.
Hnátan setur allt á bið og hefur rannsóknir á kærumálum sem varða ritstuld. Á meðan sumir hlutir fara í bið halda aðrir áfram og til að halda í við heiminn þarf maður þá að hætta að pæla í öðrum eða ekki láta neitt stoppa sig vera á undan?

Alternate ending anyone?
þetta var, vel gert