…sem ég samdi fyrir heimspekiverkefnið mitt til að geta notað sem dæmi.



Einu sinni var lítill köttur. Hann gat vart talist kettlingur en hann var þó svo sannarlega ungur og vitlaus og átti marga lífslexíuna eftir ólærða. Eitt sinn var hann úti á gangi þegar hann skyndilega sá fugl líða um loftið í lágflugi við næsta póstkassa. Þar sem honum var veiðieðli í blóð borið stökk hann á fuglinn og drap hann. Síðan fór hann með fuglinn heim til sín þar sem eigandi hans, manneskja nokkur, húðskammaði hann fyrir að koma með enn einn fuglinn inn. „Þetta var síðasta hálmstráið!“ öskraði manneskjan æf af reiði, tók köttinn, fór út, inn í bíl, keyrði til dýralæknis og lét þar svæfa köttinn.

Einu sinni var hundur. Stundum lá hann og hvíldi sig en stundum hljóp hann um og skemmti sér. Eitt sinn vildi svo til að hann var úti með eiganda sínum, hlaupandi um að skemmta sér. Hann hljóp og hljóp og hljóp, miklu hraðar og lengra en eigandinn hafði þol til. Eigandinn reyndi að fá hann til að hætta en hundinum fannst alltof gaman að hlaupa og átti því erfitt með að hemja sig. Eigandinn sá að ekki var við þetta ástand búandi, svo hann hljóp með hundinum til dýralæknis og lét svæfa hann.

Einu sinni var lítið barn. Því fannst voðalega gaman að leika sér, en aðeins fallega, og lék sér oft fallega. Það átti bæði hund og kött og lék sér oft við dýrin, en alltaf voðalega fallega. Eitt sinn komst það að því að faðir þess, sem vann sem dýralæknir, dræpi stundum dýr fyrir fólk, og fór að gráta því það skildi það ekki.