Eitt sinn langaði mig að samræmast hugvillu uppgjafarinnar.

En þó var ég, að heita mátti, fullvaxta einstaklingur.
Sú sköpunargleði sem fylgir frjálsri persónu var hlekkjuð í rammgerð járn hversdagsleikans.

Var ég þá fangi einfeldninnar ?

Ég hef velt vöngum yfir þessari ómerkilegu líkingu, lengur en orð fá lýst, og enn ekki komist að neinni skynsamlegri niðurstöðu, þó hefur því verið skotið að mér af heilbrigðum manneskjum að þetta séu eðlilegar tilfinningar brotinnar persónu.

Ef ég gæti nú bara losnað undan fargi samfélagsins, en þó haldið ótrauð áfram í átt að heildstæðari sannleika.

Þegar löngunin í núllið gæðir sér makindalega á titrandi sjálfinu er fátt eftir annað en að rísa upp og mótmæla þessari hæglátu óvirðingu.

Þrá mín er sterk og sönn, mig langar að fá þig til að svitna…hugsa og hrista hausinn yfir vitleysu liðinna tíma.



Þetta er örlítill formáli að smásögu sem ég er ennþá að vinna í, vonandi heppnast hún það vel að ég geti fengið það af mér að henda henni hérna inn ! :)