6 mánuðir og 24 dagar.
Ég hélt ég væri löngu dáin núna, og ég myndi ekki þrauka án hans.
Þótt ég hugsi ennþá um hann, og vilji hafa hann hjá mér.
Ég hélt ég myndi fara á eftir honum, ég ætlaði að gera það.. En eftir þriðju tilraun mína gafst ég upp.
Ég gefst upp á öllu, eða ég er byrjuð að halda það.
Ég hætti að æfa á fiðluna, hætti í ballet, hætti að syngja.
Ég hætti við allt.
Get ekki haldið mér í sambandi í 4 mánuði.
Helvítis aumingi get ég verið.

Ég stari í spegilinn, ég sé ekkert nema bauga.
Hef ekki sofið í heila nótt í 6 mánuði og 24 daga.
Martröð eftir martröð.
Það verður þreytandi að vakna kófsveitt, búin að sparka sænginni af mér og bylta mér útum allt.
Ég er búin að festast í sömu hugsuninni í um það bil tíu mínútur.
Helvítis martraðir alltaf.
Ég kenni honum um afhverju ég hata lífið svona mikið.
Afhverju allt gengur illa hjá mér, hann átti bara ekki að fara..
Hann var mér allt.
Ég var bara of fokking háð honum.
Það er honum að kenna að restina af lífinu mínu þarf ég að sjá ör yfir púlsinn minn.
Og þau eru ekki fá.
Það verður þreytandi að þurfa að fela þennan part af mér.
Armbönd fela það sem þarf að fela, býst ég við.
Ég hugsa alltaf um að reyna aftur, þegar hann er farinn þá myndi hvort sem er enginn sakna mín.
Ekki eins og ég eigi elskulega fjölskyldu, allavega ekki lengur.
Ekki eins og vinum mínum sé ekki sama, þau eru löngu búin að gleyma mér.
Þau eru löngu búin að gleyma honum.
Eftir 6 mánuði og 24 daga eru allir búnir að gleyma honum.
Og það er allt honum að kenna.

Ég ætti kannski að byrja að borða aftur.
Rifbeinin mín eru orðin of sjáanleg í gegnum hlýraboli og ég þarf að vera í 2 leggings innanundir þröngum gallabuxum.
Og það er honum að kenna, hann átti aldrei að fara frá mér.
Ég hata hann fyrir það að fara svona.
Hann kvaddi mig ekki almennilega.
Það er allt honum að kenna.