Þetta er saga sem ég ætlaði að setja í dánarfregnina sem birtist þegar afi minn dó en ég slepti því. Einfaldlega afþví að ég þorði ekki að sjá hvað öðrum finnst um söguna og það þurfti mjög mikið til að ég setti þetta hér inná. Ég bið ykkur bara um að koma ekki með skítköst því að það tekur mikið á bara að setja þetta hérna inn.


Hvers vegna byrja allir slæmir dagar eins og venjulegir dagar.
Hvers vegna fékk ég enga viðvörun? Enga viðvörun um það að ég ætti eftir að missa það sem var mér kærast. Það kom engin viðvörun um að þú værir að fara.

Þeir sögðu 3 mánuðir. Þetta voru ekki 3 mánuðir. Hvers vegna að ljúga? Ég átti of mikið í þér. Þú áttir of mikið í mér. Þú meiddir mig. Ekki líkamlega heldur andlega. Það vantar stóran hluta í mig. Mig vantar þig.

Þú vast eina ljósið. Að minnsta kosti eina ljósið sem ég gat séð. Þú vissir að ég gæti þetta ekki án þín. Þú vissir að ég gæti ekki gengið í gegnum þetta ein. Samt fórstu.

Ég elskaði þig meira en allt, þú varst það eina sem ég átti. Sárið sem þú skildir eftir þig er of djúpt til að það sé hægt að nokkurn tíma hægt að laga það. Þetta er ekki sár sem þú setur plástur á.

Núna hef ég engann. Engann til að hjálpa mér upp þegar ég dett. Engann sem hjálpar mér af því að hann vill hjálpa mér. Engann til að segja mér að allt verði í lagi. Engann. Ekki einu sinni mig.

Þú veist ekki hvað þú tókst mikið af mér með þér þegar þú fórst.

Það er ekki sangjarnt að fá svo lítið að vita. Í rauninni að fá ekkert að vita. Ekkert um það sem tók ljósið mitt í burtu frá mér og skildi mig eftir í myrkrinu. Að fá ekkert að vita um Dauðann.

Ég sakna þín.