Ég bjó þessa sögu ekki til, Ég fékk hana bara senta í tölvupósti en mig langar að aðrir geti lesið hana, svo hérna er hún:


Bóndi sem þurfti að selja fjóra hvolpa, hafði útbúið skilti og var að ljúka við að negla það á girðingarstaur hjá sér,þegar togað var í samfestinginn hans.
Þegar hann leit niður, horfðist hann í augu við lítinn strák, sem sagði –
“Heyrðu, mig langar að kaupa einn hvolpinn þinn”
Jæja sagði bóndinn og strauk sér um ennið – “Þessir hvolpar eru af góðu kyni og kosta talsvert”
Strákurinn hikaði smá stund, en stakk síðan hendinni djúpt í vasann og kom upp með lófafylli af smámynt. Ég er með fimmtíuogníukrónur
– er það nóg til að ég megi skoða þá ?

“Það ætti að vera í lagi” sagði bóndinn. Að svo mæltu blístraði hann og um leið og hann kallaði –
“ Hingað Dolly ! ” kom Dolly hlaupandi út úr hundahúsinu og …

….fjórir litlir loðnir hnoðrar eltu hana.
Augu stáksins ljómuðu – já bara dönsuðu af gleði
þar sem hann horfði á þá í gegn um girðinguna.
Þegar hundarnir nálguðust…..

tók strákurinn eftir því að eitthvað hreyfðist inni í hundahúsinu – síðan kom enn einn lítill loðinn hnoðrinn í ljós og staulaðist í átt til hinna.
Þótt þessi væri áberandi minni, gerði hann samt sitt besta til þess að halda í við þá.


“Mig langar í þennan” sagði strákur, og benti á litla garminn.
Bóndinn kraup við hlið drengsins og sagði. “Væni minn, þú vilt ekki þennan hvolp
Hann mun aldrei geta hlaupið og leikið við þig eins og hinir hvolparnir.”
Strákur færði sig frá girðingunni, beygði sig og þegar hann bretti upp aðra buxnaskálmina,komu í ljós stálspelkur, sem studdu sitthvorumegin við fótlegg hans og voru festar við sérsmíðaðan skóinn.

Sjáðu til, ég er ekki svo mikill hlaupari sjálfur og hann þarf á einhverjum að halda sem skilur hann, sagði stráksi og horfði hann framan í bóndann.
Með tárin í augunum, beygði bóndinn sig eftir litla hvolpinum, tók hann varlega upp og lagði hann af mikilli nærgætni í fang stráksins.

“Hvað kostar hann ?” spurði strákurinn
“Ekkert” svaraði bóndinn,
“Það kostar ekkert að elska”
¤ ´¨)