Jæja, næstsíðasti hlutinn, njótið vel ;)

Hann brosti með sjálfum sér. Það var langt síðan hann hafði verið með konu.
Hann dró lítinn klút upp úr vasanum og með snöggri hreyfingu kæfir hann andlit hennar með klútnum. Hún öskrar niðurbælt og streitist á móti. Með furðulega miklum styrk reynir hún að toga hönd hans í burtu án árangurs. Þegar hann neyðir hana til að leggjast á magann áttar hún sig á því hvað hann ætli að gera og ætlar að skríða af stað. Grettir nær góðu gripi um ökklann á henni og togar hana til sín aftur og bindur hendurnar saman.
Örvæntingaröskur hennar heyrast varla vegna klútsins svo hún ákveður að þegja í smástund þar til hann treystir henni og tekur klútinn í burtu, það gerðist reyndar aldrei. Hún andar þungt og óreglulega, nær varla að soga til sín loft. Þegar hún nær að snúa andlitinu frá klútnum öskrar hún eins hátt og hún getur en hann kýlir hana fast í andlitið við það.
Dökkt hár beggja er orðið blautt vegna rigningarinnar sem bylur á þeim eins og foss.
,,Haltu kjafti’’ urrar hann og festir reipið utan um hendur hennar við tré.
Hún klemmir aftur augun þegar hann byrjar að hneppa frá peysunni. Hann skelfur bæði af kulda og ákafa.
,,Af henni, viðbjóður’’ skipar rám rödd stutt frá þeim.
Grettir lítur við í hræðslu um að þetta sé Hrafnar en sér þar bara ljóshærðan unglingspilt og hnussar. Varla var hann að fara að láta svona strák skipa sér fyrir.
Hann slær í áttina að stráknum sem snýr sér undan. Grettir var viðbúinn því að hann mundi snúa sér undan og sparkar fast í síðu stráksins sem hnígur andvana í rennblaut grasið. Stelpan hafði náð að losna við klútinn og reynir að öskra þrátt fyrir sársaukann í hálsinum.
,,Ég sagði þér að halda kjafti’’ muldrar Grettir milli samanbitinna tannana og dregur upp hnífinn sinn. Hún snarþagnar.
Eftir að hafa bundið strákinn í hæfilegri fjarlægð einbeitir hann sér aftur að henni.
,,Ekki gera mér erfitt fyrir’’ segir hann og kastar til hausnum.
Aldrei á ævinni hafði hann heyrt eins hræddan og ákafan grátur. Það gaf honum notalegan sæluhroll og hvatti hann áfram.
Þegar hún sat aumleg að sjá á nærfötunum einum glenntust augun á Gretti upp. Hann stífnaði upp og féll svo í jörðina eins og spýta.
Ljóshærði strákurinn gengur til stelpunnar og hjálpar henni að losa sig.
,,Fyrirgefðu hvað ég var lengi að redda þessu, Valbrá’’ hvíslaði hann.
,,Hvað gerðirðu?’’ spurði hún dauflega án þess að líta upp.
,,Smá svona…galdur. Með hjálp skógarins að sjálfsögðu‘‘ hann rétti henni fötin.
,,Takk fyrir að bjarga mér’’ muldrar hún.
,,Líttu upp, Valbrá’’ hálfskipar hann.
Hún hristir hausinn.
,,Nei’’
Því hún hafði fyrir séð armbandið á hönd hans. Silfurlituð keðja sem í hékk gyllt sól.

Grettir staulaðist aftur í tjaldið við sólarupprás. Hann hafði ekki hugmynd um hvað hafði gerst en skyndilega hafði hann eins og sofnað.
Hann var ekkert svo viss um að Hrafnar, hinn mikli Ólafsmorðingi, mundi sjá aumur á honum og hlýfa honum fyrir skömmunum.
,,Hvar í helvítinu hefurðu verið, gagnslausi froskur?’’ var urrað ,,ég er búin að þurfa að sjá alveg einn til þess að krakkinn leyfi eitthverju að fara inn í munninn á sér, og það er ekki auðvelt skal ég segja þér’’
Hann nennti ekki að útskýra.
,,Hvernig gengur með hana?’’ spyr Grettir.
,,Hún neitar að éta’’
,,Þetta getur ekki verið erfitt’’
Grettir rífur skeiðina af félaga sínum, ennþá pirraður yfir vonbrigðunum í skóginum. Hann stingur kúffullri skeið upp í hjalandi munn barnsins
,,Veistu hverskonar hæfileika hún er með?’’
,,Úff, sjáðu það sjálfur’’
Hrafnar benti í hornið á tjaldinu. Það var kolsvart eins og eftir bruna.
,,Hvað í…?’’ Grettir þagði þegar fingurgómar stelpunnar lýstust upp og loks blossaði upp litlir eldar, einn á hverjum fingri.
Hún horfði á eldinn í smástund leika sér að fingrum hennar en stingur svo krepptum hnefanum upp í sig og hlær.
,,Ertu búin að nefna hana?’’ spurði Grettir.
Hrafnar hristi hausinn.
,,Ert þú með hugmynd?’’
,,Jaa…nei, reyndar ekki’’

,,Þetta var ekki beinlínis til að bæta ástandið’’ hvíslaði Kobbi að Þór sem hristi ákaft hausinn.
Valbrá var ennþá á nærfötunum, reyndar með teppi þéttvafið um sig núna.
,,Grímur’’ hvíslar hún skjálfandi án þess að líta á strákinn við hlið sér.
,,Já?’’
,,Þú ert dáinn’’
,,Nei’’
Hún stóð upp og fór inn í herbergið sitt án þess að fylgjast með hvort nokkur elti. Hún var hvort eð er viss um að Grímur mundi elta.
Hún lagðist í rúmið og andvarpaði.
,,Heppnin virðist ekki hafa miklar mætur á þér, Valbrá’’
,,Hvað sluppu mörg?’’ spurði hún og hunsaði setningu hans.
,,Bara ég’’
,,Ég trúi ekki að þú sért hérna’’ hvíslar hún.
Hún gerði sér fulla grein fyrir því hve mjög hann hafði flækt líf hennar með því að vera lifandi, en samt var hún himinlifandi yfir að sjá hann. Hann leggst hjá henni en samt með gott bil á milli þeirra.
,,Hvað varstu að gera þarna úti í óbyggðum klukkan tvö um nótt?’’ spyr hann álíka sakleysislega og ef hann væri að tala um veðrið.
Hún leit á hann.
,,Ég hef farið á hverri nóttu upp eftir í von um að sjá þig. Svo þegar þú birtist er ég ekki alveg jafn glöð og ég hélt ég myndi verða’’
Hann reisir sig upp á olnbogann og greiðir dökkan lokk frá andliti hennar.
,,Þú átt þér tvær hliðar, þá dökkhærðu og þá ljóshærðu. Sú ljóshærða hefði orðið öskrandi glöð að sjá mig en þú ert ekki hún í dag’’
Hún leit stúrin undan spurjandi augnaráði hans.
,,Nei, ætli það nokkuð’’
,,Valbrá?’’
,,Já’’ svaraði hún án þess að líta á hann.
,,Ég er að fara í borgina’’
Hún stenst ekki mátið og lítur á hann.
,,Hvað hefurðu að gera þangað?’’
,,Ég veit það eiginlega ekki, ég verð lögráða eftir fimm mánuði. Fæ mér bara vinnu, bý á heimavist og klára skólann. Ætti ekki að vera erfitt. Mig langar í framtíð, þó hún sé barnlaus og án þín’’
Hún faðmar hann að sér.
,,Ég er bara fimmtán ára og þarf ekki að taka ákvarðanir um framtíðirnar. Mig dauðlangar að vera bara venjulegur unglingur og lifa venjulegu lífi. Eiga kannski kærasta sem segir mér ekki upp vegna þess að hann getur ekki eignast börn’’ bætir hún við ögn kalt og sleppir honum.
,,Þú verður aldrei venjuleg, en þú getur kannski orðið eitthvað nálægt því. Mundu að það er álíka erfitt að finna manneskju eins og þig og að finna rós í fullum blóma í garði fullum af snjó, að vetri til’’ sagði hann og hunsaði seinustu setningu hennar. Hann stendur upp og klappar henni á kollinn eins og hún sé sex ára barn.
,,Þá ertu heimskur að láta mig sleppa’’ segir hún barnalega.
,,Nei, ég er bara ekki nógu heimskur til að halda að ég eigi þið skilið’’
,,Sjáumst síðar’’ kallaði hún á eftir honum þegar hann gengur út um dyrnar ,,og takk fyrir að bjarga mér í skóginum’’
Hann snýr sér við og brosir. Minnir hana óþægilega mikið á Krumma.
,,Bæ!’’ kallar hann á móti. Hún tekur eftir því að hann segir ekki sjáumst síðar. Bara bæ.