Hafði ekki tíma til að fara yfir

Kobbi leyfði henni að fylgja Krumma að rútunni. Hún kreisti hann fast að sér rétt áður en hann steig inn í rútuna.
,,Við munum hittast aftur’’ sagði hann brosandi og hvarf svo inn í þvöguna.
Hún gekk að hestastaurunum og leysti hestinn sinn. Svo steig hún á bakið á honum og lét hann hlaupa við hlið rútunnar í dágóða stund þar til hann var of þreyttur til að halda áfram. Þá tölti hún bara rólega heimleiðis, leit um öxl og sá Krumma í glugganum.
Hann hafði teiknað lítið hjarta í móðuna á glugganum.

Hrafnar gretti sig.
Hann hafði ekki átt von á þessu.
,,Grettir!’’ hrópaði hann og yggldi sig.
Langur og mjór maður birtist í dyragættinni.
,,Hvað?’’
,,Mannkrakkinn þarf að láta skipta á sér’’
Þeir stóðu báðir í um þriggja metra fjarlægð frá sakleysislegu barninu sem lá á maganum á gólfinu.
,,Neeei, ekki ertu að biðja mig um það?’’
,,Jú!’’
Grettir kúgaðist þegar hann nálgaðist illa lyktandi barnið.
Hann dró djúpt andann og færði hana svo úr fötunum.
,,Afhverju viltu hafa hana?’’ spurði hann nefmæltur.
,,Sérðu ekki hæfileikana hennar?
,,Nei’’ segir Grettir og fleygði burtu notaðri bleyjunni.
,,Það skiptir þig engu máli, það er ég sem ræð en ekki þú!’’ hann hallaði sér upp að veggnum og krosslagði hendurnar. Það bergmálaði í tómu herberginu þegar þeir töluðu.
Grettir hneppti síðustu tölunni á daufbleikri blússu telpunnar og tekur hana svo í fangið. Hann gengur til Hrafnars og það ískrar í járnplötunum sem lagðar höfðu verið á gólfið til að kæfa myglulyktina sem kom frá því.
,,Eigum við kannski bara að færa okkur í kvöld? Fullt tungl og svona, við getum kannski skreppt aðeins á bílnum upp í sveit og verið þar í ró og næði fyrir heimsku fólki’’
Grettir yppti beinaberum öxlunum.
,,Jájá, ætli það ekki’’

Valbrá leit við á veginum þegar hún heyrði bíl nálgast. Hún stýrði hestinum út í kant og hleypti bílnum framhjá. Þetta var stór og mikill jeppi, óhugnalegur og dökkur maður stýrði með ótrúlega mjóan og hávaxinn mann sér við hlið. Þeir beygðu inn veginn sem lá að skóginum. Ósjálfrátt leyfði hún forvitninni að leiða hana, láta hana elta og sjá hvað þeir væru að fara að gera.
En það sem þeir gerðu var ekkert skuggalegt eða grunsamlegt. Þeir tjölduðu og kveiktu á grilli. Bara eins og venjulegir ferðamenn. Valbrá varð hálfvonsvikin sem samt fegin og fór heim. Þar tók Þór á móti henni.
,,Þú ert orðin ansi fær í að sitja hann berbakt’’ hrósaði hann og strauk snoppu hestsins blíðlega.
,,Mér finnst það skemmtilegra’’
,,En þarftu ekki að vera með hjálm? Kobbi var búinn að nefna það við þig nokkrum sinnum’’
,,Jú, ég þarf það, en geri það ekki’’ svo stígur hún af baki og leyfir Þór að sjá um að koma hestinum í hús.
Hún var ótrúlega eirðarlaus. Það var ömurlegt að hugsa til þess að hún hafði misst alla vini sína á eitthvern hátt. Snorri bara hætti að vera vinur hennar. Grímur dó – afhverju þurfti hann að deyja? Krummi var farinn heim. Og stelpurnar í gamla skólanum höfðu aldrei verið vinkonur hennar.
Hún dæsti og ákvað að kíkja aðeins á markaðinn, reyna að gleyma öllu í smástund.
Þar hitti hún Gunnu og Sigríði. Þær veifuðu henni flissandi og hún hljóp til þeirra.
,,Við viljum gefa þér gjöf, Valbrá’’ sagði Gunna og rétti henni böggul. Þegar Valbrá tók hann í sundur sá hún að þetta var mjúk og hlý peysa, svört á litin.
,,Takk’’ sagði hún hissa og mátaði.
,,Þetta er mjög fínt til að vera í á veturna, þeir verða mjög kaldir hérna því við erum aðeins nokkra kílómetra frá sjónum’’
,,Heyrðu’’ brakaði í Sigríði og hún roðnaði lítillega ,,hver var þessi gaur sem var með þér á rútustöðinni áðan?’’
,,Æ, Krummi…’’ sagði hún og vissi ekki hvað væri hægt að segja meira.
,,Kærastinn þinn?’’
,,Nei’’
,,Ég mundi spurja hann ef ég væri þú. Hann virðist kunna ágætlega við þig’’ sagði Gunna.
,,Æ…við erum ekki þannig…meira svona vinir’’ hún bítur í vörina.
,,Má ég þá fá hann?’’ spurði Sigríður spennt.
Valbrá hitnaði af afbrýðisemi við Sigríði vegna þess hve hreinskilin hún var.
,,Nei’’ sagði hún hvasst og klæddi sig úr peysunni.

Þykk skýin huldu bjart tunglið sem átti aðeins nokkrar nætur eftir í að verða alveg fullt.
Allt var svart fyrir utan rautt ljósið á þjófavarnarkerfi jeppans.
Loks var því lokið. Skýin hurfu samt ekki og það byrjaði að rigna. Hrafnar var að reyna að elda þurrkaðan mat en þegar það byrjaði að rigna slökknaði eldurinn alltaf.
Pirraður finnur hann poka af eitthverju brúnu korni og réttir Gretti einn bolla af því.
,,Hvað er þetta?’’ spurði Grettir og horfði ofan í bollann sem var fullur af ljósbrúnum teningum sem líktust heilhveitihrísgrjónum.
,,Sojakjöt, við neyðumst til að borða það hrátt’’
Grettir tók skeið og fékk sér smá.
Hrafnar starði á hann bryðja sojakjötið með grettu á andlitinu.
,,Gikkur’’ muldrar hann ,,sæktu stelpukvikindið áður en hún drepst úr kulda’’
Grettir ranghvolfir augunum og skakklappast út úr hlýju tjaldinu út í kaldan rakann og slydduna. Hann opnar jeppann og finnur þar sofandi barnið. Hann tekur hana upp og hún tekur með litlum höndunum utan um hann, án þess þó að rumska.
Venjulegu fólki hefði þótt þetta ómótstæðilega krúttlegt en Grettir losaði bara takið sem hún hafði á honum og vafði henni inn í flísteppi.
,,Ætlarðu að ala krakkann upp sjálfur?’’ spurði Grettir með stelpuna í fanginu þar sem hann birtist í tjalddyrunum.
,,Ég veit það ekki, ég átti náttúrulega börn sjálfur fyrir löngu síðan. Komdu inn með dótið áður en það blotnar í sundur’’
Grettir lagði barnið inn í tjaldið og fór svo út.
,,Blotnar í sundur’’ hnussaði hann lágt með sjálfum sér.
Hann hellti vatni blönduðu vaxinu í grasið úr kertinu og setti það í kassa. Klappstólana lagði hann saman og bar inn í lítið tjaldið.
,,Ég skal sofa úti núna’’ sagði hann þvingað og greip dúk með sér út.
,,Allt í lagi’’ umlaði Hrafnar á eftir honum.
Grettir batt dúkinn milli tveggja berjarunna og lagðist svo undir hann á blauta jörðina.
Hann lá í örugglega klukkutíma og hlustaði á regnið skella á dúknum, renna svo niður hallann og mynda poll á jörðinni við hlið hans.
Á endanum þoldi hann þetta ekki lengur og fékk sér göngutúr. Hann gekk í nokkrar mínútur og var þá komin út úr þykkum skóginum. Eitthver sat á steini örfáum skrefum frá. Af forvitni nálgaðist hann veruna hægt. Hann glotti með sjálfum sér þegar hann sá hvað veran var.
Þetta var unglingstúlka.