Hringur vaknar rennblautur af blóði. Hnífurinn stendur enn upp maganum á honum. Hann sér ekkert nema svart þegar hann opnar augun og lokar þeim þessvegna aftur.
,,Hringur…’’ heyrir hann Töru stynja og pínir sig til að opna augun, hann sér hana berjast við að ná andanum á gólfinu og pumpa lofti í Finn í leiðinni. Allt er í móðu og óskýrt og öll hljóð verða skrýtin í eyrum hans. Hann getur ekki haldið hausnum lengur uppi og leyfir enninu að skella á marmaragólfinu.
Hann hefði getað verið feginn að hafa verið meðvitundarlaus undanfarnar mínútur.

Að sjálfsögðu fann Hrafnar Völu um leið og stelpan byrjaði að gráta.
En í stað þess að drepa hana strax eins og hin rétti hann fram höndina og hjálpaði henni á fætur. Hún tók skjálfandi í hann og leyfði honum að reisa sig á fætur. Barnið var byrjað að róast og gráta lægra.
,,Ég skal þyrma þér ef þú gefur mér barnið’’ sagði hann yfirvegaður og brosandi.
,,Ef ég gef þér ekki barnið, drepurðu mig ekki hvort sem er og tekur það?’’ spyr hún skjálfandi röddu.
,,Mikið rétt’’ hann kinkaði kolli og þurrkaði brosið af andlitinu.
,,Afhverju viltu hana?’’ spyr hún á innsoginu og barnið hættir þá að gráta.
,,Hún hefur hæfileika, eitrið sem stökkbreytir manni breytir líka hvernig börnin manns verða. Varla nenni ég að hafa fyrir því að eignast börn sjálfur en barnabarn væri fínt í staðin, þó svo að það sé ekki vampýra, svo get ég alltaf breytt henni í vampýru og látið hana bíta annað fólk. Eitur úr vampýru með eitthverskonar yfirnáttúrulega hæfileika gefur öðrum eitthvað svipað, ekki jafn fullkomið samt en eitthvað þó’’
Hún lokar augunum, kyngir í tilraun til að anda eðlilega.
,,Hvernig hæfileika?’’
Hann ranghvolfir augunum, ekki vanur að eyða tímanum í spjall. En eitthvað við konuna fékk hann til að bíða með að drepa hana.
,,Ja, til dæmis um daginn hitti ég vampýru sem gat valdið ólýsanlega miklum sársauka án þess að snerta. Hann beit stelpu sem getur ferðast stuttlega milli staða. Þau vita samt hvorug af þessu en seinna mun ég finna þau og kenna þeim. En aftur að umræðuefni dagsins; barnið eða lífið?’’spurði hann kaldhæðinslega.
,,Lofarðu að hún mun fá að lifa? Ekki drepa hana til að nota blóðið?’’
Hann hlær hátt og óhugnalega.
,,Varla færi ég að drepa svona merkilega lífveru til þess eins að fá örfáa sopa. Ekki séns! Og þú skalt svo sannarlega eiga von á því að hún fái að lifa. Ég ætla að gefa henni tvær eða þrjár aðrar mannsævir í viðbót, rétt eins og ég gaf sjálfum mér. Annars gef ég ekki nokkurri manneskju loforð’’ hann rétti út hendurnar og síður, dökkbrúnn lokkur rennur fyrir augað á honum. Brosið sem fyllir andlit hans er biðjandi, svo undarlegt sem það kann að vera.
,,Geturðu lengt líf hennar?’’
,,Já’’
,,Drepurðu mig ekki eftir að ég rétti þér hana?’’
,,Nei, það geturðu stólað á’’
Með trega réttir hún honum einu dóttur sína og síðasta barnið.
,,Láttu henni líða vel, og leyfðu mér að hitta hana einu sinni eða oftar á ævinni’’
Á smátíma er hann hlaupinn upp á efri hæðina. Hann hendir upp svefnherbergishurð og galopnar þakgluggann. Hann stingur hjalandi krakkanum inn á jakkann og hýfir sig upp á þakið. Þar tekur kaldur haustvindur á móti honum ásamt hrúgu af skraufþurrum laufblöðum.
,,Gleðilegt nýtt líf’’ segir hann við barnið um leið og hann stekkur brosandi yfir á næsta þak.

Um leið og hann er horfinn upp á efri hæðina stekkur Vala af stað inn í andyrið. Sjónin þar fær hana til að blöskra og augljóst er að Týra mundi aldrei vakna aftur. Tara virtist hins vegar vera á góðri leið með að lífga Finn við þó svo að hún væri frekar slöpp sjálf. Hringur situr uppréttur og með opin augun en náfölur með opið sár á bakinu.
Vala fær hann til að leggjast á magann og heldur með lófanum um sárið meðan hún talar við neyðarlínuna. Hún óskar þess innilega að lögreglan nái manninum svo hún fái barnið sitt aftur.
,,Þrýstu á sárið og reyndu að stöðva blóðrennslið, eru fleiri með þér?’’ sagði konan í símanum
,,Já’’ segir hún skjálfandi með tárin rennandi í stríðum straumum niður kinnarnar, blönduð blóði ,,en þau eru bæði mjög slöpp og eiga erfitt með andardrátt. Það var kyrkt þau’’
,,Slakaðu á, andaðu djúpt og reglulega’’ sagði konan róandi í símann ,,það eru sjúkraliðar á leiðinni ásamt lögreglumönnum. Þetta verður allt í lagi’’
Um leið og Vala lagði á datt Tara máttvana ofan á Finn sem var byrjaður að bæra á sér.
,,Þakka þér, góði Guð, fyrir skyndihjálp’’ sagði Tara.
Setningin var svo kaldhæðnisleg að ef Vala hefði ekki verið svona skelkuð hefði hún hlegið.
En undir þessum kringuumstæðum var beinlínis ekki hægt að hlæja.
Brátt mátti heyra snökt í Töru. Hún hafði séð látna dóttur sína í horninu og son sinn berjast við dauðann í fangi Völu. Nákvæmlega allt á þessari stundu virtist vonlaust.

Krummi lagði símann stjarfur frá sér.
Glætan að hann færi samt að grenja núna fyrir framan ókunnugan mann og Valbrá.
,,Hvað gerðist?’’ ískraði í henni, hún var brosandi og glaðleg eftir kvöldmatinn.
,,Týra er dáin’’ umlaði hann, bros hennar hvarf álíka fljótt og ef hann hefði lamið hana.
,,Dáin?’’
,,Já, pabbi hennar drap hana’’
,,Finnur?’’ spurði hún ringluð. Það stemmdi ekki.
,,Finnur er ekki pabbi hennar, hann er bróðir pabba hennar’’
,,Ó, ég samhryggist innilega’’ hún faðmaði hann samt ekki að sér eins og venjulega. Hún vissi að þegar hann var leiður varð hann auðveldlega pirraður af hvers kyns snertingu.
,,Ég fer heim á morgun, Valbrá. Það var rænt systur minni, pabbi er kominn á spítala með lífshættuleg meiðsli og amma og Finnur eiga mjög erfitt með andardrátt’’
Hún stóð upp og fór með diskinn sinn inn í eldhús. Hún lét hann bara detta ofan í vaskinn svo hann klofnaði í tvennt með miklum látum. Augun litu af brotunum og út um skítugan gluggann fyrir ofan vaskinn.
Dökkur skógurinn hafði ekki ennþá misst töfra sína og löngunin til að fara þangað nagaði hana meira og meira með hverjum deginum en hún streittist á móti. Minningin um Grím var erfiðari heldur en mótspyrnan gegn viljanum.
Krummi kom inn í eldhúsið.
,,Krummi…‘‘ muldrar hún.
Hann lítur á hana.
,,Já?‘‘
Hún hristir hausinn.
,,Æ, það var ekkert‘‘
Hann brosti að kjánalegum svip hennar og fer nær henni eins og hann ætli að faðma hana en tekur í stað þess undir höku hennar. Hann kyssir hana varlega á munnvikið.
,,Verðum…að passa okkur‘‘ hvíslar hann, hún var nokkuð viss um að hann ætti við kossabölvunina.
Hún kinkar kolli og fitlar við armbandið fyrir aftan bak.
Ferlega var allt flókið og erfitt.
Hana vantaði að tala við eitthvern.
Eitthvern sem hún treysti og skildi.
Það var hvorki Krummi né Kobbi. Varla Þór eða eitthver af stelpunum í bekknum. Snorri kom ekki til greina. Ekki Grímur heldur.
Hún varð að halda tilfinningum sínum fyrir sjálfan sig, í bili.