Hann hafði fengið það hlutverk að passa litlabróður sinn sem var þriggja ára meðan foreldrar hans voru á þorrablóti Hann sjálfur var 17. Það voru þvílík vonbrigði fyrir hann að barnapían hafi orðið veik einmitt þennan dag. Þetta eyðilagði allt fyrir honum því hann ætlaði að eyða kvöldinu með kærustunni sem var 16 en nú fór það allt í vaskinn. Þau voru búin að vera saman í þrjú og hálft ár. Klukkan var að verða tíu og liðnir voru tveir klukkutímar síðan litlibróðir sofnaði. Hann sat í sófanum sem var rauður og horfði á sjónvarpið. En þá hringdi dyrabjallan. Hann fór til dyra og þar stóð hún í snjókomunni. Hann bauð henni inn og hún leit í kringum sig til að skoða húsið. Hún hafði aldrei séð það áður því hann var nýfluttur þangað. Húsið var rautt að utan en að mestu leyti hvítt að innan. Þetta var sex herbergja hús sem innihélt, þrjú svefnherbergi, eitt baðherbergi, eitt sjónvarps herbergi og eldhús. Þau settust niður í eldhúsinu og spjölluðu um allt og alla. Þetta var einn af þessum hlutum sem þeim fannst skemmtilegast að gera. Hún sagði honum meðal annars að hún væri að fara í þriggja vikna frí og að hún hefði komið til að kveðja. Það er að byrja góð mynd í sjónvarpinu sagði hún og fékk sér meira kakó. Eigum við að fara að horfa. Hann samþykkti það og þau fóru að horfa á myndina. Myndin endaði klukkan 12. Ég þarf að fara að halda heim á leið sagði hún og gekk í átt að hurðinni. Það er orðið allt of vont veður , ég held að ég verði að gista hér sagði hún og brosti. Klukkan hálf tvö fóru þau að sofa. Þau vöknuð snemma til að kveðjast. Þegar hún kom aftur sagðist hún vera ófrísk. Þetta fékk dáldið á hann en síðan spurði hann hvort hún ætlaði að eiga það. Svarið var já. Það fékk dáldið á hann en hann róaðist síðan og sagði það gott mál. Sama dag fimm árum seinna sátu þau saman í húsinu þeirra og spjölluðu. Síðan sagðist hún var orðin ófrísk aftur. Hann sagði það gott mál og fékk sér kakó.
Íslenska NFL spjallsíðan