Hann velti hnífnum milli fingra sér.
Afhverju notaði hann ekki bara hnífinn? Þá væri allt miklu einfaldara og hann hefði losnað við að foreldrar hans fyndu hann. Losnað við hana líka.
Hann opnaði hnífinn og lokaði honum aftur.
Allt hefði verið betra. Allt hefði verið auðveldara.
Hvað var hann að hugsa? Núna var hún mörgum klukkustundum frá honum, örugglega í miklum blóðskort og vissi ekkert hvað hún ætti að gera.
Hann hristi hausinn.
Vorkenndi hann henni?
Hvað var að gerast?

,,Nei! Nei!’’ hún leit í örvæntingu inn í lítinn skáp en þar voru bara tveir pakkar af fljótandi sápu.
En þá fattaði hún að hún var ein heima.
Hún andvarpaði af létti og aflæsti hurðinni.
Samt fannst henni vandræðalegt að ganga nakin um húsið. Herbergið var sem betur fer við hlið baðherbergisins. Hún opnaði herbergið sitt og fór í nærföt og svipaðist svo um eftir buxum. Þá kom eitthver inn í herbergið. Hún sneri sér við til að sjá hver þetta væri.
,,Snorri! Út!’’ hún skellti hurðinni á hann.
Snorri stóð í smástund fyrir framan hurðina, kafrjóður í framan. Þetta hafði verið frekar vandræðalegt. Hann þorði ekki að sitja undir ávítum hennar þegar hún kæmi út svo hann dreif sig bara heim til sín í sápubúðina.
Hún klæddi sig í stuttbuxur og síðermapeysu og reyndi að gleyma því að Snorri hafi verið inni í húsinu. Þegar hún opnaði hurðina var hann farinn.
,,Aumingi!’’ gargaði hún út í loftið. Í bræði sparkaði hún í vegg sem gaf eftir og brotnaði. Þegar hún settist á hækjur sér og kíkti inn kom í ljós skilrúm milli veggjanna. Það voru lítil göng inni í öllum veggjunum. Bræðin bráðnaði hratt í burtu vegna undrunarinnar.
Af eintómri forvitni skreið hún inn en sá fljótt að þetta var bara lítil geymsla. Vonbrigðin leyndu sér ekki í andliti hennar og hún dró sófann fyrir til að fela gatið. Ósjálfrátt leit hún út um hringlaga gluggann á opnu herbergi hennar. Hann var of hátt uppi til að hún sæi skóginn almennilega en það glitti samt í trjátoppanna. Fegurðin var lokkandi en hún hristi það af sér og fór að læra heimanámið.

Klukkan fimm spurði hún Kobba hvort hún mætti fara í partýið til Gunnu.
,,Til Gunnu? Eru foreldrar hennar ekki í bænum? Ég veit ekki hvort ég vilji hleypa þér í eftirlitslaust partý’’ hann virtist ekki vera á leiðinni með að gefa henni leyfi.
Henni dauðlangaði að kynnast krökkunum betur og eignast kannski vini svo hún hraðlaug.
,,Eitthver frændi hennar verður með eftirlit, engar áhyggjur!’’ hún brosti eins sakleysislega og hún gat og þá gaf hann henni leyfi og lánaði henni pening fyrir sæmilegum fötum ,,ég lofa að koma heim fyrir miðnætti’’
Hann samþykkti það og hún skrapp niður að torginu og keypti sér stuttan sumarkjól úr léttu efni og hnésíðar, hvítar buxur til að hafa undir.
Þegar klukkan var hálfsjö fór hún að hafa sig til.
Kjóllinn passaði fullkomlega. Hann náði rétt niður fyrir rass, var í ljósbláum lit með hvítu bandi í mittið. Hvítar buxurnar voru ekkert mjög sveitalegar en fólkið hérna hagaði sér hvort sem er ekki eins og sveitafólk og húsin voru frekar nútímaleg miðað við sveit, svo það yrði ábyggilega allt í lagi.
Þá var það hárið.
Hún drakk næstum allt úr flöskunni sem vampírurnar höfðu gefið henni. Hárið lýstist upp á örfáum mínútum og varð eins og áður.
Hún greiddi í gegnum hárið með greiðu en Kobbi hafði ekki nógu mikið hár til að þurfa hárbursta, hann lofaði samt að kaupa einn handa henni seinna. Þrjár stelpur bönkuðu upp á og leyfðu henni að fara með þeim í partýið.
,,Ertu ekki með göt í eyrunum?’’ spurði besta vinkona Gunnu.
,,Nei, ég átti aldrei skartgripi þegar ég….’’ byrjaði hún afsakandi en önnur stelpa greip fram í.
,,Við skulum gera göt í þig!’’ sagði hún glaðlega.
,,Það er mjög fallega boðið en…’’
,,Frábært! Gunna er líka sérfræðingur í því. Hún er með fjögur göt í öðru eyranu og tvö í hinu. Mamma hennar ætlar kannski að gata augabrúnina hennar. Þú verður að fá göt ef þú ætlar að vera í tískunni hérna!’’
Valbrá nennti einfaldlega ekki að þrasa við þær. Henni hafði hvort eð er allaf langað í göt og fallega eyrnalokka og þar sem Kobbi vildi næstum allt fyrir hana gera hlaut hann að vilja kaupa eitt sett af eyrnalokkum sem hún gæti notað sem spari.
Stelpurnar voru sífellt hlæjandi og blöðruðu um eitthvað sem Valbrá fannst ekki koma sér við. Þær voru svo allt öðruvísi en stelpurnar í fyrrverandi bekknum hennar. Nýju bekkjarsystur hennar voru fjörugri, háværari og tóku lífið ekki eins alvarlega. Þó að þær töluðu mikið í tímum gekk öllum vel í skólanum og þær virtust ekki taka það nærri sér að lifa við það að vera með engum strákum í bekk.
Gunna tók vel á móti þeim. Engin tónlist var inni nema í rammfölsku píanói sem tvær stelpur voru að fikta í með tilheyrandi flissi og píkuskrækjum.
,,Það vantar bara eina’’ sagði Valbrá eins og við sjálfan sig.
,,Jóhanna kemur aldrei í partý. Foreldrar hennar banna það’’ sagði Gunna og yppti öxlum.
En stelpurnar í bekknum voru ekki einu krakkarnir. Þarna voru líka krakkar í tíunda bekk sem var mjög fjölmennur miðað við hvernig bekkir voru yfirleitt í litla bænum. Í honum voru sex strákar og fimm stelpur en bara þrír strákann höfðu sýnt sig en allar stelpurnar sátu í hrúgu á hvítri gæru og kjöftuðu.
Í ljósgrænum sófa voru fjórir krakkar sem voru með Snorra í bekk. Snorri líka. Hann þóttist ekki sjá Valbrá heldur horfði bara dreyminn í augu Klöru.
Reyndar var hann ekki að þykjast heldur hafði hann ekki ennþá tekið eftir Valbrá. En það vissi hún ekki. Hún ákvað að hunsa hann bara á móti.
,,Þögn!’’ gargaði Gunna og minnti Valbrá óþægilega mikið á Glóa.
Allir þögnuðu samstundis.
,,Eitthverjir sautján ára gaurar ætla að spila smá músík og blása lífi í staðinn. Bróðir minn yndislegi tók að sér að redda mat og drykkjum. Og hér gildir ein regla!’’ sagði Gunna eins og hún nennti ekki að tala mikið ,,bannað! Þá meina ég stranglega bannað! Að láta sér leiðast!’’
Krakkarnir görguðu samþykkisóp og allt húsið fór á ið. Ólíkt flestum húsunum var þetta hús á tveimur hæðum. Á efri hæðinni voru fimm svefnherbergi samkvæmt Gunnu og tvö baðherbergi en allt það helsta var hér á neðri hæðinni.
Þegar hún hafði dansað í smástund skellihlæjandi með stelpunum fór henni að líða betur og fékk sér loks að borða með hinum af hlaðborðinu. Óvart rakst hún í eitthvern þegar hún sótti sér disk.
,,Æ, fyrirgefðu’’ sögðu þau samtímis og horfðust í augu.
Hún saup hveljur af undrun og hræðslu og leit ósjálfrátt brosandi undan.
Þetta var ljóshærða vampíran í skóginum.