,,Ég skal redda þér silfurarmbandi á morgun’’ sagði Kobbi ,,þangað til máttu fá mitt lánað’’
Hann tók armbandið af sér og rétti henni. Húðin virtist brenna þegar það snerti hana.
,,Ég má ekki ganga með silfurskartgripi, ég er með bráðaofnæmi fyrir silfri og bólgna öll út ef ég kem við það’’ snögglaug hún.
,,Nú? Þá er eins gott að þú ert ekki hrædd við vampírur því skógurinn á að vera krökkur af þeim!’’ hann pírði augun að skóginum sem var fagurgrænn eins og í teiknimynd ,,allir íbúarnir ganga með silfur því það hefur slæm áhrif á vampírur, veit ekki hvernig en margir sem hafa lent í klónum á þeim hafa sloppið með hjálp silfursins’’
,,Ég er ekki hrædd við vampírur! Förum í skóginn’’ hún gekk örugg með sig að stígnum án þess að líta um öxl. Hún stóðst samt ekki mátið þegar hún hafði gengið tvö skref inn í skóginn og leit við. Þeir stóðu enn á sama stað.
,,Kerlingin hjá barnaverndarnefnd verður brjáluð ef hún kemur ekki aftur’’ sagði Kobbi.
,,Eltu hana þá vitleysingur!’’
,,Ekki séns. Þó ég vildi helst sleppa við kerlinguna’’
Valbrá heyrði ekki í þeim því hún var komin lengra inn í skóginn. Inn á milli trjánna sá hún glitta í hestinn. Hún hljóp til hans án þess að hugsa sig um og greip í taumana. Hann kippti og reif í tauminn en hún sleppti ekki takinu. En hún komst ekki úr sporunum með hann svona og þegar hann prjónaði missti hún takið og hann rauk út í skóginn.
Valbrá fannst hún ekki geta annað en að hlaupa á eftir honum. Grenið slóst í augu hennar og kinnar. Hún var farin að sjá æ meir eftir því að hafa farið inn í skóginn en var samt stolt með að hafa fundið hestinn og vonaði að þetta væri sá rétti.
Hún snarstansaði þegar eitthvað stóð í vegi fyrir henni.
,,Vampíra’’ sagði hún upphátt eins og til að segja sjálfri sér hvað hún væri að hugsa.
,,Jájá, ég veit það vel’’ sagði vampíran og reisti sig við. Þetta var ljóshærður unglingstrákur. Ótrúlega ljóshærður miðað við vampíru.
Hún saup hveljur frekar af undrun en hræðslu.
,,Hversvegna finnst engin blóðlykt af þér, stelpa?’’ urraði strákurinn.
,,Því ég var bitin í hálsinn og breyttist víst í vampíru. Skil það ekki alveg en…’’
,,Haltu kjafti. Ég þurfti engar langar lýsingar! Hvað ertu að gera í skóginum okkar? Er bærinn aftur að reyna að semja frið við okkur?’’
Röddin minnti hana á slöngu. Hún var svo hás og spurjandi. Samt svo falleg.
,,Nei, ég er bara að leita að hest frænda míns’’ hún reyndi að virðast hugrökk.
,,Þessum hvíta’’ sagði hann. Þetta hljómaði frekar eins og staðreynd en spurning ,,farðu bara, þú færð hann ekki aftur!’’
,,Hversvegna ekki?’’
Ofsalega var hann pirraður. Það var samt beinlínis heillandi.
,,Snáfaðu, kvikindi! Ég trúi ekki að þú sért vampíra. Hypjaðu þig áður en afgangurinn af hópnum mínum kemur og tætir þig í sig’’
Hún tók á rás úr skóginum, eftir stígnum. Tré…endalaus tré!
Af og til sá hún glitta í hestinn. Eitthver sat á honum. Eitthvað kannski frekar.
Hvað var orðið af stígnum?
Hún hægði á sér og leit hrædd í kringum sig.
,,Kobbi!’’ kallaði hún í örvæntingu.
Ekkert ljós komst inn í skóginn. Bara örlítil glæta ofan frá. Hún var komin of langt inn í skóginn.
,,Þór! Kobbi! Ég er hér!’’ æpti hún.
Valbrá hljóp að ójöfnu tré og klifraði léttilega upp í það. En hún komst ekki nógu hátt upp til að sjá yfir skóginn.
,,Hvern fjandann ertu að gera hér manneskja?’’ sagði reiðileg rödd við hlið hennar.
Hún leit við. Önnur vampíra, miklu eldri en hún. Svart hárið var stutt og Valbrá gerði sér ekki grein fyrir því hvort veran var kvenkyns eða karlkyns.
,,Ég er týnd!’’
Hún var slegin niður úr trénu og lenti á harðri jörðinni með háum dynk. Ósjálfrátt hafði hún lokað augunum á leiðinni og þegar hún opnaði þau horfðu kunnuleg andlit á hana.
,,Kobbi!’’ sagði hún glaðlega og brosti til Þórs.
,,Hvað gerðist eiginlega telpa? Þú bara komst meðvitundarlaus úr skóginum á baki hestsins og féllst svo bara á jörðina eins og poki af hveiti!’’ sagði Þór og hló.
,,Hesturinn? Er hann hér?’’ spurði hún og stóð upp. Jörðin bylgjaðist og skógurinn sem var í fjarlægð virtist snúast í kringum hana. Hesturinn endurkastaði sólarljósinu þar sem hann stóð nokkrum metrum fjær og át safaríkt grasið.
,,Hvað gerðist?’’ spurði Þór aftur.
,,Ég…ég veit það bara ekki. Þegar ég kom inn í skóginn þá…’’ átti hún að segja frá vampírunum? Nei, henni langaði ekki að ýfa upp gamla hræðslu við skóginn ,,…sá ég bara hestinn og hljóp á eftir honum. Svo man ég ekki meira’’
Þór leit á Kobba.
,,Jæja, þú slappt að minnsta kosti við að hitta vampírurnar!’’ sagði Kobbi og greip í taum hestsins.
,,Já’’ sagði hún hás og kyngdi með erfiðleikum. Döggin hafði læst sig í fötunum og hún var blautari en hún hafði verið eftir mýrina.
Valbrá elti frænda sinn og vin hans niður að bænum. Hún bað um að fá að hitta Snorra og Kobbi samþykkti það án þess að hika.
Það tók smá tíma að finna húsið en með því að spyrjast fyrir komst hún að því að þessi Pálína átti litla búð við enda bæjarins sem seldi sápur. Gyllt bjalla hringdi þegar hún opnaði létta hurðina. Þung sápulykt tók á móti henni.
Snorri stóð skrýtinn á svip bakvið búðarkassann. Hann leit við þegar hún gekk inn.
,,Hæ!’’ sagði hann.
Var hann vandræðalegur?
Hún ætlaði að svara honum en þá kom stelpa úr bakherbergi. Hún var með fangið fullt af kössum og sá ekki Valbrá.
,,Viltu taka þetta, Snorri?’’ spurði stelpan og setti kassana í fangið á Snorra.
Hún horfði frekjulega til Valbráar.
,,Valbrá, þetta er barnabarn stjúpömmu minnar, Klara. Klara, þetta er Valbrá…’’ hann hugsaði sig snöggt um ,,…vinkona mín’’
,,Ó, ég vildi bara heilsa upp á þig. Kobbi gaf mér hest áðan’’
Hún sagði þetta stíft. Klara virti hana hneyksluð fyrir sér og hún sá eftir því að hafa ekki farið í skárri föt. Drulluskítugir larfarnir voru ekki beinlínis heillandi inni í fíngerðri og hreinni búðinni.
,,Allt í lagi, bless!’’ sagði Klara og gretti sig.
Vonsvikin án þess að vita afhverju gekk Valbrá þungum skrefum í gegnum glaðlegan bæinn. Snorri hafði ekki verið lengi að eignast nýja vini hérna.
Eða hvað?
Hann hafði átt hana lengi sem vinkonu. Henni rámaði í að hann hafði talað um Klöru í rútunni. Hann hafði farið reglulega í heimsókn hingað þar til afi hans dó. Þá var eins og öll samskipti við stjúpömmuna höfðu hætt. Enda voru þau ekkert skyld.
Hún andvarpaði. Í haust byrjaði skólinn og krakkarnir mundu byrja að stríða henni. Snorri færi í menntaskólann og væri ekki til staðar til að verja hana.
Hún var orðin ein í heiminum aftur.