Það var liðið hálft ár síðan hún sá Krumma síðast.
Ferlega hafði margt breyst!
Hún leit út um gluggann á unglingavistinni og reyndi að heyra ekki í skrækjandi stelpunum sem voru með henni í einu stelpuherberginu. Það var ekkert svo auðvelt.
Mamma hennar hafði fundist, ein, skjálfandi í kuldanum fyrir utan matvöruverslun að betla mat. Hún var lengi að gefa lögreglunni eitthvað upp en sagði á endanum að hún hafði drepið hann í brjálæðiskasti. Hún var í fangelsi í tvo mánuði en var svo færð yfir á geðveikrahælið. Vabra var líka komin í fangelsi eftir að hafa játað fyrir dómaranum að hafa gert morðtilraun á systurdóttur sinni.
Valbrá fannst hún vera ein í heiminum.
Hún fékk æ sjaldnar að hitta Snorra. Síðast þegar hún hitti hann, fyrir viku síðan, hafði hann sagt að það væri verið að finna heimilisfang stjúpömmu sinnar. Öll barnslega lífsgleðin var horfin úr andliti hans. Hvert orð var eins og lágt hvísl. Hver hreyfing var niðurbæld eins og eitthvað hélt aftur af honum.
Kannski var hann ekki lengur í einu herbergi strákaskálans.
Hjartslátturinn fór á flug og hún hentist út í garð. Það var sólríkt, enda kominn ágúst og grasið var fagurgrænt og sólin skein hátt á himninum. Flugnager var fyrir ofan yfirgefna gosflösku og Valbrá sneiddi framhjá henni í leið sinni að girðingunni sem aðskildi stúlkna- og strákagarðinn. Hún klifraði yfir eins metra háa girðinguna og kíkti inn um gluggann á herbergi sem Snorri hafði átt að vera í.
Gat verið! Rúm hans var tómt. Fötin sem voru venjulega í hrúgu undir því voru horfin. Sængin og koddinn sem vistin hafði lánað honum voru ekki lengur þar. Og fallega styttan sem hún hafði búið til handa honum í skólanum var ekki lengur á ljótu náttborðinu.
Hann var farinn.
Hún var núna raunverulega ein í heiminum.
Svo var hún að þorna upp. Hún lifði á eigin blóði sem var svo sannarlega ekki nóg næring.
Út í skóginn handan við girðinguna kallaði hún nafn Krumma. Gæslukona kom og ávítaði hana fyrir að vera í strákagarðinum og dró hana svo inn í leiksal stúlknanna.
Valbrá settist hjá stelpunum sem voru með henni í herbergi.
,,Ég á afmæli í dag’’ sagði hún hljómlausri röddu.
,,Nú? Hvað ertu gömul?’’ spurði ein þeirra og blés stóra tyggjókúlu.
,,Fimmtán’’
Mamma hennar hafði lofað henni að líf hennar væri orðið betra fyrir fimmtán ára afmælisdag hennar. Valbrá fannst hún svikin.
,,Fjandakornið, afhverju geta þau ekki blandað stelpum og strákum saman svo við þurfum ekki að haga okkur eins og nunnur á klaustri!’’ vældi stelpan með tyggjóið eftir stutta þögn.
,,Gunnhildur! Þú ert komin með eitt strik fyrir hávaða!’’ gargaði gömul gæslukona.
,,Hverjum er ekki anskotans sama um þessi strik?’’ sagði Gunnhildur og gretti sig. Hún var á vistinni vegna heimilisofbeldis.
Valbrá yppti öxlum.
,,Gæslukryppunni er greinilega ekki sama’’ sagði hún og brosti dauft. Stelpurnar við borðið hlógu gelgjulega og hölluðu sér farm á borðið til að það heyrðist minna í þeim þegar þær töluðu.

Um kvöldið þegar hún var á leið í mat greip gamla gæslukonan í öxlina á henni.
,,Valbrá. Það er gestur til þín’’
Svo var hún leidd niður í gestasalinn. Krummi sat vandræðalegur í einum af grænu tausófunum með foreldra sína sitthvorumegin við sig.
,,Krummi!’’ hrópaði hún og hljóp til hans.
Hann stóð upp og leyfði henni að henda sér í fangið á sér.
,,Við vorum beðin um að flytja þau skilaboð til þín að það var fundinn náskyldur ættingi úti á landi sem er til í að taka við þér. Hann er víst bróðir pabba þíns og þykir mjög fyrir því hvernig pabbi þinn hefur verið við þig. Hann er til í að borga fyrir skólagöngu’’ sagði Vala
,,Má ég ekki bara búa hjá ykkur?’’ spurði Valbrá og sleppti Krumma.
,,Það…er ekki hægt’’ sagði Hringur og benti á Völu sem strauk yfir útbelgdan magann.
Hún var ólétt.
Krummi hvessti augun á Valbrá.
,,Ég hélt að við værum ekki vinir! Svo viltu bara búa hjá mér og alles’’ sagði hann.
,,Við erum ekki vinir, fíflið þitt, mamma þín, pabbi þinn og ég erum vinir’’ sagði hún og gretti sig framan í hann hlæjandi.
Hann brosti.
,,Við sjáumst seinna’’ sagði hann rámur.
,,Svínið þitt. Núna fer ég að vona!’’ hún potaði í hann.
Hún var mjög fegin að sjá hann en samt hálfhrædd. Hann hafði breyst. Hárið var styttra og miklu brúnna en síðast þegar hún sá hann, og þegar hún hafði faðmað hann hafði hún fundið fyrir skeggbroddum. Hann var fullorðinslegri.
,,Ég skil ykkur ekki’’ sagði Vala og hló.
Hringur hristi hausinn. Hann brosti ekki en kímnin í augunum leyndi sér ekki.
,,Til hamingju með afmælið annars’’ sagði hann og stakk eitthverju í vasa hennar ,,ekki opna hann núna samt, pabbi má ekki sjá’’ bætti hann við hvíslandi.
,,Valbrá!’’ kallaði glaðleg rödd Snorra fyrir aftan hana. Hún sneri sér við og brosti.
,,Hæ, Snorri!’’
,,Veistu hvað? Stjúpamma mín býr í sama bæ og bróðir pabba þíns! Við förum saman í rútu þangað og eigum eftir að vera saman á bænum. Er það ekki frábært?’’ hann lyfti henni spenntur.
,,Jú! Það er æðislegt!’’ hrópaði hún og kreisti hann að sér.

Hann andaði móðu á rúðuna og skrifaði nafnið sitt með puttanum.
,,Ekki vera að þessu elskan, það koma ljót fingraför á gluggann og þá verður bílstjórinn ekki glaður’’ kvartaði mamma hans og færði fimm ára andlitið frá glugganum. Fyrir aftan þau glottu Snorri og Valbrá í sætunum sínum. Rútan var alveg að verða komin og krakkinn fyrir framan hafði ekki setið kyrr í sætinu sínu þessar þrjár klukkustundir.
Löng, kremlituð rútan stansaði á stóru malarplani.
Það tók Valbrá ekki langan tíma að sjá hver bróðir pabba hennar væri. Þeir litu nákvæmlega eins út, nema pabbi hennar var hertari á svipin og miklu breiðari um sig.
Þessi var unglegur og vingjarnlegur og leit brosandi í kringum sig í leit að henni.
,,Ég er hér!’’ kallaði hún og veifaði til hans. Hann brosti enn breiðar þegar hún gekk til hans.
,,Jahérna, hefur bróðir minn ekki bara eignast svona bráðmyndarlega dömu!’’ sagði hann og leit svo spyrjandi á Snorra.
,,Hann er vinur minn og kom til að búa hjá stjúpömmu sinni. Hefurðu eitthvað séð hana?’’ Valbrá brosti og leit á Snorra.
,,Nei, ég hef ekki hugmynd um hvernig hún lítur út og hún veit ekki hvernig ég lít út!’’
,,Hvað heitir hún?’’ spurði bróðirinn ,,þessi bær er lítill og allir þekkja alla’’
,,Hún heitir víst eitthverju skrýtnu nafni…Pálína held ég’’
,,Þá er það konan sem stendur við rútuna’’ hann benti á gamla konu sem pírði augun inn í tóma rútuna.
,,Pálína!’’ kallaði hann og konan sneri sér við. Snorri veifaði hikandi.