Vala var aldrei söm eftir að einkasonur hennar fannst hvergi. Hún kenndi Hring um.
,,Þú hræddir hann! Þú hefðir átt að gefa honum þessa minnisbók seinna, hann þarf ekkert á henni að halda núna. Þú hefur hrætt hann burt frá okkur, aumingja drenginn’’ reifst hún grátklökk.
,,Vala, ég gerði það sem ég taldi rétt, kannski langaði honum að breyta til. Ég veit að þetta er ekki mér að kenna!’’ sagði hann pirraður.
,,Víst er þetta þér að kenna, núna er strákurinn minn eitthverstaðar úti, blautur og kaldur. Ég gæti dáið!’’ Vala grét svo ákaft að Hringur gat ekki annað en tekið utan um hana.
,,Snertu mig ekki! Ég er ekki í skapi fyrir svona, finndu barnið okkar eða ég fer sjálf að leita að því. Ég vildi að ég hefði aldrei tekið þátt í þessu vampírurugli, þá væri hann öruggur hjá mér, í hlýjunni!’’
,,Elskan, ef við hefðum aldrei hist hefðirðu kannski aldrei orðið vampíra, en þá væri hann ekki til, við leysum þetta í sameiningu, Finnur er að leita að besta einkaspæjara sem er mögulega hægt að fá og svo ætla krakkar úr bekknum að koma á eftir til okkar og gefa okkur sem mestar upplýsingar sem gætu kannski sagt hversvegna hann fór.’’ Sagði hann uppörvandi og þá leyfði hún honum að faðma þig.
,,Fyrirgefðu hvað ég var leiðinleg, þú veist að ég elska þig en þetta er að gerar mig brjálaða, ég hef enga hugmynd um hvort hann er á lífi eða…’’ en ekkinn hindraði hana í að segja meira. Hringur komst úr vandræðalegri þögninni við dyrabjölluna. Týra fór til dyra og af röddunum að dæma voru þetta krakkarnir í bekknum hans Krumma.
Hringur settist með þeim í stofunni og spjallaði meðan Vala jafnaði sig. Svo settist hún hjá þeim. Ein stelpan var alveg við það að fara að gráta en engin hinna huggaði hana. Strákarnir sátu flissandi á öðrum sófa og voru sífellt að ýta hvor öðrum og grínast.
,,Hvað gerðist?’’ spyr Vala stelpuna sem klemmir aftur augun til að fara ekki að gráta.
,,Ég elskaði Krumma, við ætluðum að vera saman að eilífu og hann lofaði öllu fögru en þegar við stelpurnar töluðum saman hafði hann sagt það sama við okkur allar…Guð minn almáttugur, afsakaðu mig’’ hún stóð á fætur og spurði Týru um baðherbergið og hvarf síðan framm.
,,Anna Dóra var fyrsta stelpan til að verða hrifin af honum og hún leit ekki á þetta sem venjulegt samband heldur frekar eins og….’’ stelpan beit í vörina og leit á sessunaut sinn.
,,Hjónaband!’’ sagði einn strákanna og þeir hlógu hárri, djúpri rödd.
,,Krummi var þrífóturinn í bekknum, alveg ótrúlegur þegar kom að því að tala um stelpur og fleira tengt þeim.’’ Strákarnir hlógu aftur.
,,Skiptir ykkur engu máli að hann er horfinn með stelpu sem hann þoldi ekki?’’ spurði ein stelpnanna pirruð.
,,Horfinn? Hann er bara að leika sér, svo kemur hann aftur þegar hann er kominn með leið á henni og sækjir sér nýja’’
Þeim tókst að vera alvarlegir í smástund en sprungu svo.
Hakan á Völu skalf og Hringur greip um höndina á henni og horfði hughreystandi á hana.
,,Er Valbrá líka horfin?’’ spyr hún.
,,Já, vissirðu það ekki?’’
,,Nei’’ sagði Hringur og leit aftur á Völu, þau virtust hugsa það sama.
,,Hötuðu þau hvort annað?’’ hún skjálfandi röddu.
,,Ójá!’’ sagði ein bekkjasystranna.
,,Heldurðu að hann drepi hana?’’ hvíslaði Vala viðkvæm í eyrað á Hring sem yppti bara öxlum.
,,Hvað sem hann gerir, finnum við hann með því að standa saman’’ hvíslaði hann á móti og fitlaði við trúlofunarhringinn hennar ,,þegar við finnum hann sláum við upp brúðkaupi til að fagna’’
Vala kinkaði kolli og leyfði honum að kyssa sig á kinnina.
Strákarnir rækstu sig með fyrirsjáanlegri hlátursrunu.

Krummi var sprellifandi og foreldrar hans voru svo sannarlega ekki efst í hans huga. Þegar hann hafði séð Snorra hlaupa á eftir Valbrá sem valhoppaði glaðlega hafði hann elt þau án þess að hugsa sig tvisvar um.
Hópurinn hafði ekki þorað að fara inn fyr en korteri seinna og komu þá að tómu herbergi. Þau gerðu enga tilraun til að elta Krumma því hann hefði getað farið hvert sem er. Ásta var sú eina sem tók það nærri sér en hrifning hennar á Krumma hafði aldrei orðið að veruleika svo hún fór bara að einbeita sér að því að virða hina strákana fyrir sér.
,,Þau koma ekki aftur’’ sagði Glói ákveðinn.
,,Víst koma þau aftur’’ sagði Saga.
,,Þú ert alltaf of jákvæð’’ hann leit brosandi á hana.
,,Þú ert alltaf of neikvæður! Hættu því, annars…’’ hún setti upp kjánalegt bros.
,,Annars?’’
,,Ég finn það seinna út, núna máttu bara njóta þess að mér líkar enn við þig’’ þau tókust í hendur og horfðu út um opinn gluggann á strákaherberginu.
Þeim grunaði báðum að Saga hefði rétt fyrir sér. En þar höfðu þau bæði kolrangt fyrir sér.

Vabra kom þeim fyrir í eina gestaherberginu og eldaði síðan stóra máltíð handa þeim.
Snorri borðaði hratt og mikið meðan Valbrá hafði litla lyst. Fólkið í kringum hana var meira freistandi.
,,Ætlarðu ekki að borða?’’ spurði Vabra.
,,Ha? Jú, ég er bara ekkert rosalega svöng’’ sagði hún og rótaði í pottréttnum. Rjómalöguð sveppasósan virtist horfa ávítandi á hana. Hún stakk gafflinum á kaf í kjötbita og skoðaði hann vandlega. Rosalega var langt síðan hún hafði fengið kjöt. Það var svo dýrt að pabbi hennar hafði bara keypt það á afmælinu sínu og gaf henni stundum að smakka.
Með snöggri hreyfingu stakk hún gafflinum upp í sig þegar Vabra horfði hugsi á hana.
Nautakjöt. Dýrt og fínt nautakjöt. Hvernig hafði vampíruveiðari efni á því?
Vabra virtist njóta þess að horfa á hana tyggja svona hægt og rólega.
,,Þú nýtur hvers einasta bita sé ég’’ sagði hún og glotti í smástund.
Þegar Valbrá kinkaði kolli breyttist glottið í blíðlegt bros.
Henni fannst hún ekki þekkja þessa konu sem sat fyrir framan hana og starði á hana. Hún var miklu breiðari og hærri en systir sín, hárið var líflegra og andlitið líka. Kinnarnar voru ekki innfallnar og engir baugar voru undir augunum.
Þær voru frekar líkar greinilega, mamma hennar og Vabra. Vabra var bara eins og heilbrigð gerð af systur sinni.
Hún kyngdi bitanum. Það var sárt að kyngja af eitthverjum ástæðum svo hún teygði sig í vatnsglas og fékk sér stóran sopa.
Enn starði Vabra.
,,Ætlar þú ekki að borða neitt?’’ spyr Valbrá hana.
,,Jú, seinna’’