,,Þó við séum það sama þýðir það ekki endilega að mér líki við þig!’’ segir hann pirraður.
,,En ég er svo hrædd, ég veit bara ekkert hvað ég á að gera. Ég er að drepast mig vantar svo…’’ hún horfir á hann með tárin í augunum.
,,Bara svo þú vitir það ertu búin að eyðileggja öll plön mín! Þetta getur ekki verið að gerast!’’
Hann kippir lítilli bók upp úr vasanum. Hún er með harðri, skærgrænni kápu með mynd af sól. Kápan er vel með farin en blaðsíðurnar eru augljóslega mikið flettar því þær voru örlítið brúnleitar og uppbrettar.
,,Hvað er þetta?’’ spyr hún pirruð en samt rólegri.
,,Eitthvað sem pabbi skrifaði um vampírulífið þegar ég var smábarn og hann var nýbúinn að vita að ég væri vampíra. Alls kyns leiðbeiningar og…ah, hérna er það!’’ hann opnaði bókina betur og las upphátt ,, Mömmu þinni dreymdi einu sinni að þú bitir ljóshærða stelpu á hálsinn. Það er mikilvægt að þú gerir það ekki því það mun hafa mjög mikil og slæm áhrif á framtíð þína. Ykkur tveim var ætlað að veiða saman en það má ekki gerast, of mikil áhætta.’’
,,Bölvaður!’’ sagði Krummi og tróð bókinni í vasann aftur. Hann fól andlitið í höndunum.
,,Þú verður að laga mig’’ sagði hún hrædd á svipin. Æðið var alveg runnið af henni.
,,Ég get það ekki, Valbrá, það er ekki hægt!’’
,,Afhverju?’’ hún byrjaði örvæntingarfull að kroppa í örin á hálsinum. Sárið var algjörlega horfið. Hann leit sljór á hana.
,,Okkur var ætlað að vera veiðihópur frá fæðingu, grunar mig, mamma sagði að henni liði skringilega í návist þinni, eins og hún þyrfti að segja þér eitthvað. Ég hef fundið frá byrjun að mig langaði að umgangast þig en streittist á móti, það liti illa út og eyðileggði allt vinalíf fyrir mér.’’ Hann andvarpaði og virtist fjarlægur.
,,Þannig að þú eyðilaggðir líf mitt bara af því að þér þótti vænt um mig?’’
Ósjálfrátt baðaði hún út höndunum og fór úr rjóðrinu beint í flasið á Snorra.
,,Er allt í lagi?’’ spyr hann.
,,Nei’’
,,Þú veist ekki hvað þú gerðir mig afbrýðisaman þegar þú…’’
Grátbólgin, reiðileg en himinblá augun litu hvasst á hann.
,,Mér þykir miklu vænna um þig en nokkurntíman um hann. Þetta er bara einn stór misskilningur sem ég vildi að hefði aldrei átt sér stað. Viltu fyrirgefa mér?’’
Hann tók fastar utan um hana en leysti svo takið og tók undir hökuna á henni.
,,Ég mundi fyrirgefa þér þó að ég lægi deyjandi eftir að þú hafir stungið mig með hníf. Þú ert alveg yndisleg manneskja’’ sagði hann blíðlega og strauk í burtu tárin.
Hún brosti í huganum við seinasta orðið, því hún gat víst varla talist manneskja lengur.
Þau tóku hvorug eftir augnaráði Krumma eða hinna krakkanna. Þau voru algjörlega í sínum heimi. Hún var samt stórundrandi yfir hvað Snorri var orðinn fullorðinslegur skyndilega.
,,Þú ert yndislegur líka og ég….’’
Henni bregður þegar hann teygir sig til að kyssa hana. Án þess að hinir sjái hallar hún hausnum niður svo hann kyssir hana bara laust á nefið. Augnablikið leið jafnhratt og þegar blautur snjóbolti smýgur í gegnum loftið. Og það var það sem gerðist. Snjóboltinn skall á hnakkanum á Valbrá og hún leit aftur fyrir sig. Krummi stóð með augnaráð sem hún hafði aldrei séð áður. Afbrýðisemi?
Nei, það bara gat ekki verið.

Sextugur maður var á gangi frá vinnu sinni. Hann hafði verið á næturvakt og ekki fengið að fara fyrr en um eittleytið. Hann var ánægður með lífið, átti yndislega konu sem elskaði hann, tvo syni sem áttu báðir von á barni og fallegt heimili. Bíllinn hans var rauður. Honum þótti vænt um þennan bíl. Strákarnir hans höfðu setið aftur í honum þegar þeir voru litlir, setið frammí í fyrsta skipti í honum og fengið að keyra bíl í fyrsta skiptið á honum.
Maðurinn strauk laust yfir húddið og starði hugfanginn á skrautið á afturspeglinum. Lítið, perlað hjarta sem strákarnir höfðu komið með úr leikskólanum, rosalega stoltir. Honum grunaði ekki þessa stundu að þetta litla hik sem hann gerði á því að fara inn í bílinn mundi kosta hann lífið.
Eitthverskonar manneskja stökk af gám og niður á þakið á bílnum. Hún sparkaði manninn niður og sneri hann úr hálslið án þess að hika. Hún kippti sér ekki upp við að hann hreyfðist örlítið áður en augun ranghvolfdust og hann hafði yfirgefið þennan heim.
Manneskjan dró hann inn í húsasundið og dró upp hefðbundinn vasahníf. Hún stakk honum djúpt í hálsinn á honum og naut þess að finna heitt blóðið skella á fölu andlitinu.
,,Loksins’’ hvíslaði hún upphátt og fékk sér gúlsopa og fyllti á flöskuna sína áður en hún lét sig hverfa.

Valbrá vaknaði með hausverk. Hún fann að hún var á öðrum stað en hún var vön. Eitthver var með andlitið alveg upp við hana.
,,Krummi! Farðu’’ hún sneri sér á hina hliðina en hann velti henni svo hún horfði aftur beint framan í hann.
,,Hvað hefurðu gert?’’ spurði hann æstur.
,,Fyrirgefðu?’’ hún sest upp og sér að hún er í strákaherberginu. Það er enginn inni nema þau tvö.
,,Þú fórst og drapst gamlan mann! Það er í öllum blöðum Valbrá, ertu brjáluð?’’ hann hristi hana til.
,,Ég drap engan! Ég svaf í alla nótt! Hvað er ég að gera í strákaherberginu?’’
,,Hættu að ljúga, við erum einu tvær vampírurnar í öllum heiminum!’’ segir hann pirraður.
,,Hvað veist þú um það? Það þarf ekki endilega að hafa verið vampíra sem drap hann! Kannski bara eitthver leiðinda fyllibytta sem hafði ekkert að gera’’
Hann réttir henni krumpað dagblað. Fyrirsögnin er stór og greinileg; Ómannlegt.
,,Krummi, ég ætla að halda áfram að vera bara ég þó að Valbrá sé orðin eitthvað annað. Valbrá er miklu verri en ég, hún er dáin, pabbi hennar drap hana með því að kveikja í húsinu hennar og hún skildi mig eftir eina!’’ vældi Valbrá.
Það rann upp fyrir honum ljós.
,,Farðu bara að sofa, ég tala við þig seinna’’
Hann gengur stjarfur fram og ýtir burt krökkum sem voru að hlera. Án þess að hika ýtir hann Snorra burt frá hópnum og talar lágt svo hinir heyri ekki.
,,Snorri, haltu þig frá Valbrá’’ sagði hann aðvarandi.
,,Hún er hrædd við mig svo ég þarf það ekki’’ sagði Snorri leiður.
,,Afhverju?’’
,,Því að þegar ég reyndi að kyssa hana færði hún sig frá og sagði eitthvað um pabba sinn. Ég vil ekki vera eins og þessi ömurlegi pabbi hennar! Ég vil bara…’’
,,Allt í lagi, ég vil ekki vita meira takk fyrir! En bara, gleymdu Valbrá!’’ Krummi reynir að vera aðvarandi en samt ekki ógnvekjandi.
,,Afhverju? Afþví að þú ert afbrýðisamur og vil hafa hana fyrir þig?’’
,,Hættu að vera svona barnalegur, ég hef látið það skýrt í ljós að ég vil ekkert með hana hafa. Ég vil að þú haldir þér frá henni sjálfs þíns vegna.’’ Hann leit annað til að þurfa ekki að horfa framan í vonbrigðin á andliti Snorra ,,pabbi hennar eyðilagði hana alla. Hún er geðklofi, talar alltaf eins og eitthvað inni í henni sé að tala og að Valbrá sé bara nafn á líkamann. Þú átt örugglega eftir að sturlast ef þú verð meiri tíma með henni. Ég ætla að fara með hana burt og láta mömmu sjá um hana, þið sjáið okkur ekki aftur. Kveddu hana vandlega’’
Svipurinn á Snorra breyttist þegar Krummi lagði höndina á öxlina á honum. Hann fór inn í herbergið til Valbrá og lokaði á eftir sér.
,,Valbrá! Við verðum að fara! Krummi ætlar að ræna þér og fara með þig til pabba þíns!’’
Það nægði. Hugsunin ein hræddi Valbrá nógu mikið til að hún reif upp gluggann og stökk út. Hann fór á eftir henni hálfánægður með sjálfan sig.


Bætt við 3. febrúar 2009 - 14:12
+fyrir áhugasama er sneak peak að næstu tíu hlutum hér:
http://kalya.blogcentral.is/sida/2369845/