Ásta elti Sögu niður í miðbæinn. Strákarnir sem voru með þeim í hóp voru sífellt að labba frá þeim og komu svo aftur stuttu seinna.
,,Saga, ég er ósátt’’ sagði hún þegar þeir voru farnir í þriðja sinn.
,,Þá hefðirðu átt að segja það áðan’’ sagði Saga sviplaust og gekk inn í litla grínbúð.
,,En það er of vandræðalegt’’ Ásta hoppaði upp þessar þrjár tröppur sem lágu að búðinni í einu stökki og gekk til Sögu þar sem hún stóð og skoðaði fýlubombur.
,,Nú?’’ Saga setur tvær bombur í körfuna og gengur svo lengra inn í búðina.
,,Ja, mig langaði að vera með Krumma í hóp’’ sagði hún feimnislega.
Saga snarstansaði í sporunum og brosti.
,,Ég get reddað því fyrir þig!’’ sagði hún með óhugnalegt bros á andlitinu um leið og hún setur gosdós sem gefur frá sér straum ofan á fýlubomburnar.
Svo hentist hún að afgreiðsluborðinu og bað afgreiðslumanninn um að taka dótið frá, hún kæmi síðar að sækja það.
Úti fundu þær Elías og Stjána og þeir eltu þær að almenningsgarðinum þar sem hópur tvö átti að vera staðsettur.
,,Snorri!’’ kallaði Saga þegar hún kom auga á hann. Honum brá greinilega og sneri sér við til að sjá hver þetta væri.
,,Ó, hæ’’ sagði hann daufur. Þóra sat fýld á bekknum við hliðina á honum en Valbrá og Krummi voru hvergi sjáanleg. Við fætur þeirra voru málningadósirnar sem þau höfðu fengið.
,,Hvar eru hin?’’ spurði Ásta og leit í kringum sig.
,,Þau bara hurfu!’’ Snorri starði hryggur á grasið sem var nýfarið að koma í ljós eftir tveggja mánaða, stanslausan snjó.
Ásta leit á Sögu.
,,Heldurðu kannski að þau séu…?’’ hvíslar hún til að Snorri heyri ekki.
,,Þú meinar. Það gæti alveg verið, þau komu náttúrulega saman og svona. Kannski er þetta hatur bara gríma yfir leynilega ást þeirra’’ Saga flissar svo Ásta gefur henni olnbogaskot.
,,Mannstu ekki hvað var í gangi þegar við hittum þau? Krummi var að berja hana’’ hvíslar hún fúllynd.
,,Já. Ég held að þau séu bæði á lausu’’hvíslar Saga og lítur á Þóru.
,,Má Ásta skipta við þig?’’ spyr hún.
,,Ætli það ekki. Þá fæ ég kannski að skemmta mér eitthvað’’ andvarpaði Þóra og stóð á fætur. Skælbrosandi settist Ásta hjá Snorra.
,,Bless þá’’ sagði Saga og gekk í burtu með Þóru.
,,Snorri, eigum við ekki að finna þau?’’ spyr Ásta sem kemur ekki Krumma úr huganum.
Hann kinkar leiður kolli og stendur þunglamalega á fætur.

Um hálftíma áður hafði Krummi dregið Valbrá í burtu þegar hin voru ekki að horfa.
Hann hrinti henni harkalega niður í rjóðri sem var eins og hjarta í laginu. Á einu trénu stóð á skilti ‘’ Ástarhreiðrið’’ hann reif það niður og henti í burtu.
,,Geturðu ekki einu sinni látið mig í friði?’’ spyr hún nokkuð rólega. Hún situr með krosslagðar hendur upp við tré og horfir á hann stara á sig. Hann gengur órólegur um rjóðrið og virðist vera djúpt hugsi. Svo stansar hann beint fyrir framan hana og virðir hana fyrir sér eins og dýr.
,,Talaðu’’ skipar hann.
Hún hikar.
,,Ertu vampíra?’’
,,Já. Ég ætla að verða sterkasta vampíra í heimi. Sterkari en pabbi. Sterkari en allir vampíruvinir hans til samans. Sterkari en mamma. Ég er óstöðvandi. Hvorki sól né hvítlaukur hafa áhrif á mig eins og þau gerðu á pabba og mömmu. En það eina sem hindrar mig er þetta fólk. Fólk sem vill að vampírur hverfi af jörðinni’’ hann hlær tryllingslega.
,,Afhverju vilja þau það?’’ spyr hún forvitin.
Hann hlær hneykslaður.
,,Afhverju heldurðu? Við drepum í kringum fimmtíu manns á ári. Og bara ef tíu vampírur eru í einum bæ deyja fimmhundruð manns á ári þar. Svo ertu hissa á því að fólk vilji losna við okkur. Svo ég verð að vera ennþá öflugri en ég get ekki verið það ef ég fæ kannski tvo lítra á ári. Þessi hópur er semsagt fullkominn fyrir mig. Algjörlega. Ég ætla að drepa þau öll og drekka blóðið. Drepa eitt í einu þar til enginn er eftir. En fyrst verð ég að losa mig við þá manneskju sem pirrar mig allra, allra mest’’
,,Ó, Guð’’ hún klemmir aftur augun þegar hann sest á hækjur sér hjá henni.
,,Leggstu til að gera mér auðveldara fyrir. Ekkert sem þú gerir til að hindra þetta mun heppnast. Ég er örugglega fimm sinnum sterkari en þú.’’
Hún hugsar sig um í smástund en sér enga leið til að sleppa úr þessu. Rjóðrið var girt til að pör gætu læst að sér svo að enginn kæmi til þeirra. Eina von hennar var, að Krummi hafði ekki ennþá læst hliðinu. Svo leggst hún á bakið í votu grasinu.
Hann leggur höfuð hennar á handlegg sér og hlær þegar hann heyrir skjálfandi andardrátt hennar. Andlit hans nálgast hálsinn á henni hægt og rólega og loks finnur hún fyrir vörum hans á sér.
Bitið var ekki óþægilegt. Það var miklu, miklu verra. En hann hélt fyrir munninn á henni til að hún gæti ekki öskrað. Tárin láku hratt niður kinnarnar og hún fann andlitið fölna og smám saman fór hún að hætta að finna fyrir sárinu í hálsinum. Þau hrukku bæði við þegar hliðið var opnað. Snorri stóð þar og horfði gráti næst á þau og lét sig svo hverfa.

Ásta leit hissa á Snorra þegar hann hljóp til móts við hana vonsvikinn á svipin.
,,Hvað gerðist?’’ spyr hún og leyfir honum að faðma sig.
,,Hann var að kyssa hana! Stelpuna mína’’ sagði hann leiður. Hún varð álíka leið þegar hún heyrði það. Þau föðmuðust í smástund en hlupu svo á staðinn sem þriðji hópurinn var. Hann virtist skemmta sér vel, krakkarnir horfðu hlæjandi á unglega konu grenja í manninum sínum. Hún var útötuð í dimmblárri málningu og eitthvað klístrað hafði verið sett í hárið á henni.
,,Saga, það er allt í rugli’’ sagði Ásta og dró Sögu í burtu frá hinum.
,,Snorri sagðist hafa séð Krumma kyssa Valbrá á hálsinn í Ástarhreiðrinu og núna er hann í rusli og ég líka eiginlega’’ segir hún óðamála.
,,Ertu ekki að grínast? Sé ykkur eftir smá!’’ hún gekk af stað hinu megin við almenningsgarðinn ,,Glói!’’ gargaði hún í sífellu og tókst á endanum að draga hann með sér að Ástarhreiðrinu. Þar sat Krummi náfölur með Valbrá standandi öskrandi reiða yfir sér.
,,…ég vil frekar deyja en að vera eins og þú! Hvað gerðist? Afhverju er ég ekki dauð?’’ æpir hún á hann.
,,Ég veit það ekki, þetta hefur aldrei gerst!’’ hann virðist viti sínu fjær.
Valbrá bjó sig undir að bölva honum í sand og ösku en Saga ræskir sig.
,,Hvað gerðist hér?’’ spurði hún.
Valbrá brosir sakleysislega.
,,Ekkert. Við vorum bara að tala saman’’ segir hún.
Saga lítur á Glóa.
,,Hvað gerðist eiginlega? Hún hefði aldrei talað svona við Krumma og hvað þá logið að mér’’ hvíslar hún.
Hann yppir öxlum.
,,Fólk getur alltaf breyst’’ sagði hann og leit á Valbrá sem sleikti þurrar varirnar og horfði græðgislega á hann?
Krummi stóð upp og tók utan um hana. Það leit ekki út fyrir að hann væri að segja neitt en hann hvíslaði afar hljóðlega að henni.
,,Passaðu að hemja þig’’ hvíslaði hann og hún kinkaði kolli og slakaði á andlitinu aftur. Verkurinn í augntönnunum var loksins að hverfa.