Valbrá settist hjá Snorra sem var skolhærður strákur með hárið upp í loftið.
Hann leit ólýsanlega glaður á hana.
,,Hæ!’’ sagði hann ákafur og færði sig nær henni.
,,Hæ’’ svaraði Valbrá hissa og klæddi sig í skóna.
,,Drífa sig svo fólk! Við höfum bara hálfan daginn í þetta!’’ gargaði ljóshærða stelpan sem hét víst Linda.
,,Hvað erum við að fara að gera núna?’’ spurði Valbrá Snorra og stóð á fætur.
Hann stóð líka á fætur og þau gengu hlið við hlið út um dyrnar.
,,Í dag göngum við um bæinn, eitt og eitt, og spurjum fólk hvort það vill lána okkur fyrir strætó því við gleymdum veskinu. Svo notum við peninginn til að fara í sund og þrífa okkur því við höfum ekki efni á heitu vatni hér á gistiheimilinu. Það gerum við vikulega, stundum tvisvar í viku, þetta er ótrúlega skemmtilegt. Bíddu bara og sjáðu!’’
,,Ókei’’ hún bjó sig undir að ganga til stelpnanna en hann greip í höndina á henni.
,,Eigum við ekki bara að fá sama hverfið?’’ spurði hann spenntur.
,,Ætli það ekki’’ hún gat ekki annað en endurgoldið barnslegt bros hans. Hún vissi ekki að þetta var upphafið að meira en bara vinskap.

,,Fyrirgefðu, ekki gætirðu lánað mér fyrir strætó? Ég gleymdi veskinu heima og er læst úti. Ég þarf að mæta á gítaræfingu eftir korter’’ Valbrá tók þakklát við klinki frá gamalli konunni.
,,Eyddu afgangnum skynsamlega’’ hún lokaði hönd Valbráar um peninginn og kinkaði brosandi kolli ,,og mundu eftir veskinu næst’’
,,Takk kærlega! Þúsund þakkir!’’ hún hljóp í átt að nálægu strætóskýli og settist inn í það og beið þar til konan var farin. Þá fór hún inn í búðina sem þau höfðu ætlað að hittast í. Næstum allir voru komnir en hún sá að Snorri var ókominn.
Þegar hann kom var hann hálfniðurdreginn.
,,Enginn vildi gefa mér pening’’ sagði hann stúrinn.
Valbrá leit á klinkið í lófanum. Það var nóg til að gefa honum líka.
,,Ég skal gefa þér!’’ sagði hún og rétti honum helminginn af peningnum.
Hann greip fast utan um þetta litla klink eins og það væri hans dýrmætasta eign.
,,Takk Valbrá! Þú ert frábær’’

Sundlaugin var nýleg miðað við afganginn af bænum og óvenju snyrtileg og vel hirt.
Valbrá fékk lánuð sundföt í móttökunni en Saga lofaði henni að seinna mundu þau kaupa hennar eigin sundföt. Í sturtunni spurði Linda Valbrá glettin hvernig henni þætti Snorri.
,,Hann dýrkar þig, augljóslega!’’ sagði hún hlæjandi.
,,Já, hvað er hann eiginlega gamall?’’ spurði Valbrá.
Stelpurnar hlógu.
,,Giskaðu!’’
,,Þrettán?’’ skaut hún.
,,Nei, hann er tveim árum eldri en þú!’’
Hún klæddi sig í sundbolinn hlæjandi og fór síðan út ásamt stelpunum.
Strákarnir voru að fíflast í lítilli rennibraut og stelpurnar settust í heitapott sem var rétt hjá.
,,Úff hvað þetta er heitt! Ég hef aldrei komið í svona heitt vatn áður!’’ Valbrá settist á bakkann en fór fljótlega aftur ofan í, úr frostinu.
Þær notuðu sjampó sem eitthver hafði gleymt í klefanum, til að þvo sér um hárið og Valbrá fékk lánað handklæði hjá einni stelpunni.
Svo gengu þau niður að gistiheimilinu aftur, dauðþreytt eftir sundið en hrein.

,,Þú verður Valbrá, annars fáum við ekki að búa hérna lengur!’’
Hún leit af Lindu á Krumma sem glotti púkalega út í annað.
,,Allt í lagi þá, ég skal syngja í kvöld’’
Hún andvarpaði, tók upp kjólinn sinn og gekk hljóðlega inn í búningsherbergið og skildi Krumma eftir hlæjandi undir ásakandi augnaráði Lindu.
Í þetta skiptið var lykill í skránni á búningsherberginu en þegar hún reyndi að læsa festist lykillinn svo hún varð að hafa ólæst aftur.
Kjóllin smaug auðveldlega yfir grannar axlirnar og niður eftir fölum líkamanum. Hún greiddi ljóst hárið og fór úr sokkunum, naut þess að finna gamalt parketið undir tánum.
,,Komið að því’’ sagði hún við músina sína og setti hana á öxlina á sér, bakvið hárið.
Þegar hún opnaði hurðina tók eitthver mynd. Hún hundsaði það, kynnti lagið og brosti til Snorra sem sat við ljósbrúnt píanó í hinum enda salarins.
Eftir stutt píanósóló Snorra hóf hún sönginn.

,,Frábær frammistaða hjá stelpunni!’’ sagði eigandinn og brosti eins og hann væri faðir hennar.
Krakkarnir kinkuðu kolli til samþykkis og tóku ekki eftir því þegar Krummi læddist í burtu frá þeim.
,,Það verður ein eða tvær, stuttar greinar um hana í tónlistarmati dagblaðsins, tókuð þið ekki eftir myndartökumönnunum?’’ spurði eigandinn en þau heyrðu ekki í honum. Þau fóru bara og hjálpuðu starfsfólki við að taka til og settust svo niður til að bíða eftir Valbrá.
,,Rosalega er hún lengi’’ andvarpaði Saga.
,,Já…’’sagði ein stelpnanna annars hugar.

,,Var þetta ekki bara ágætt?’’ spurði hún músina þegar hún hafði lokað búningsherbergishurðinni á eftir sér. Músin tísti og Valbrá hló.
Hún klæddi sig úr kjólnum og í peysuna sína og buxurnar en sleppti því að fara í sokkana heldur stakk þeim í vasann.
Bakdyrnar voru opnaðar og hún sneri sér við. Krummi stóð í dyragættinni.
,,Hæ’’ sagði hún og fór að brjóta kjólinn saman.
,,Blessuð’’ ansaði hann kaldhæðnislegri röddu og gekk rólega nær henni.
Hann stóð og horfði á hana brjóta hægt saman.
,,Hefurðu aldrei velt fyrir þér hvers vegna allar stelpurnar, vinkonur þínar héldu með mér þegar þú hrintir vinum mínum niður tröppurnar?’’ spurði hann svo.
,,Ég hrinti þeim ekki!’’ hvæsti hún og henti kjólnum pirruð í gólfið.
,,Nei, allt í lagi. En hefurðu ekki hugsað um það? Þótt það skrítið?’’
,,Jú’’ svaraði hún loks hljóðlega. Hún tók upp kjólinn og braut hann aftur saman.
Hann hló hátt.
,,Viltu vita af hverju?’’
,,Já’’
Hún lagði kjólinn frá sér og sneri sér að honum.
,,Ég geri það aðeins fyrir greiða’’ sagði hann og lyfti glottandi brúnum.
,,Greiða?’’
,,Já, ég er að drepast ég hef ekki fengið blóð í svo langan tíma! Ef þú gefur mér smá skal ég segja þér’’ hann glotti út í annað og hún tók eftir óvenju löngum augntönnunum í fyrsta skipti.
,,Það gat ekki annað verið en þú værir vampíra, engin manneskja gat verið svona ömurleg. Er þess virði að vita það?’’ hún tvísté á staðnum ögn hikandi.
,,Já! Já!’’ hann varð tryllingslegur á svipin.
,,Allt í lagi, ég skal gera þér þennan greiða’’
,,Frábært!’’ sagði hann æstur en leit svo skyndilega á hana ,,þú lofar að segja engum?’’
,,Ég lofa’’