“Enn einn dagurinn hjá mér” hugsa ég og stari út í loftið á meðan íslenskukennarinn talar um ormstungu og er greinilega að tala við engan nema einn nemanda sem hlustar ákaft á og glósar af mikklum mætti. ég stari á hann og pæli í því hvað í ansk… rekur hann áfram, því mitt líf er svo kraftlaust. eftir tímann labba ég niður í mötuneyti og fæ mér eitthvað að drekka, því ég er skraufþurr eftir allar þessar þunglyndistöflur sem sálfræðingurinn minn lét mig hafa. “190 krónur” segir konan við mig og ég rétti út 200 krónurnar og segi ekki orð. “takk fyrir” segir hún með ánægju og býst við svari eins og venjulega. ég labba í burtu frá mötuneytinu inní tölvustofu til að eyða tímanum fyrir næstu kennslustund. nokkrir vinir mínir koma til mín og spyrja mig hvort ég nenni ekki að spila með þeim Age of Empires og ég svara neitandi, því ég er farinn að vilja að vera einn og ég nálgast fáa. þeir hvarta í mig þegar ég er á leiðinni út “gaur afhverju ertu ekki hress” og svara til að fela allt innra með mér. “auðvitað er ég hress” og brosi til þeirra. “ég bara nenni ekki að hanga hérna í eyðunni, kom bara til að kíkja á ykkur marr”. og kreysti út hlátur. eftir skóla sest ég í bílinn og byrja að keyra heim. ég hugsa um allt sem gerðist í dag og á eftir að gerast á morgun, ég hlakar ekki til morgundegisinns svo að ég sný við í áttina til smáralindar. ég fæ mér eithvað að borða því að kanski gæti þetta verið síðasta kvöldmáltíðin mín. ég ákveð að fara í turnin við hliðiná smáralind, kanski það sé rækt þarna ég fer uppá efstu hæð og ég sé svalir. ég labba að svölunum með það í hugafari að hoppa. áður en ég ætla að hoppa hugsa ég meira til baka. ég hugsa um foreldra mína, systkinin mín, vini og svo ömmu og afa, ég horfi niður bygginguna og það eina sem ég sé eru andlit þeirra. ég sný við og labba í áttina að lyftuni. “hvað gæti verið í kvöldmatinn?” hugsa ég með sjálfum mér og keyri heim.vonna að það hefur ekki verið mikið af stafsetningarvillum :D ég tek mér það til afsökunar að ég er lesblindur og sé og þekki orð frekar lítið. þetta er líka fyrsta saga sem ég hef skrifað síðan úr grunnskóla og þessvegna kviknaði áhugi að prófa.
vona að ykkur líki, ef ekki plís commentið og segið hvað vantar , hvað er að o.s.frv. :D
'' when i think about what's worse for society, cigarettes or porn, i think to myself; damn, i need a drink.''