Valbrá vaknaði við snökt.
Þær stelpurnar höfðu spjallað fram eftir nóttu og hún hafði lært öll nöfnin og meira um flökkulífið. Hún hafði sofnað hlægjandi.
,,Hver er að gráta?’’ hvíslaði hún út í kolniðasvart myrkrið.
,,Ég’’ sagði aumleg rödd Sögu.
Valbrá reis upp úr dýnunni sinni læddist til hennar og skreið upp í rúm Sögu.
,,Hvað er að?’’ spurði Valbrá.
,,Hann er kaldur sem ís og harður sem steinn. Eins og hann var mjúkur og góður áður en hún kom. Áður en hún kom’’ sagði hún lágri, geðveikri röddu. Valbrá vissi ekki hvað hún átti að halda.
,,Hver?’’
,, Hann lætur sem ég sé ekki til og hafi engar tilfinningar’’ sagði hún sterkari röddu og Valbrá skreið úr rúminu hræðslulega.
,,Ha?’’ sagði hún hálfhvumsa.
,,Kaldur sem ís og harður sem steinn.’’ Sagði allur stelpnahópurinn og stóð upp á svefnplássum sínum.
,,Guð hjálpaðu mér!’’ vældi hún hrædd því stelpurnar nálguðust hana eins og uppvakningar.
,,Hann lætur sem ég sé ekki til og hafi engar tilfinningar!’’ kölluðu þær og réðust á hana. Saga settist á hana meðan hinar klóruðu laust í lappirnar á henni.
,,Hjálp!’’ kallaði hún en þá var hurðinni kastað upp.
,,Ekki ráðast á saklausa unga dömu, ungfrú Saga, þér hafið mælt svo að ég sé kaldur sem ís og harður sem steinn en þar hafið yður rangt fyrir sér! Ég er heitari og mýkri en ferskt hrossatað mín kæra! Látið nú dömuna í friði. Ég mun taka hana fram yfir yður því hún hefir ekkert gert yður til að verskulda að svona sé fram við hana komið. Ég mun umlykja hana ást minni meðan þér horfið á. Köld sem ís og hörð sem steinn’’ segir Krummi í dyragættinni. Hann var með svart handklæði á bakinu og sverð úr pappír. Hann togar stelpurnar af Valbrá og lyftir henni upp og ber hana að einu rúminu og kyssir hana á munninn. Svo skilur hann hana eftir orðlausa og stelpurnar veinandi af hlátri. Saga stekkur upp og lokar á eftir sér.
,,Hann er sá fyrsti sem þorir!’’ skrækir hún við undirleik hinna.
Valbrá situr á rúminu stjörf. Ein stelpnanna sest hjá henni en Valbrá hrindir henni bara burt. Svo stendur hún upp og leggst á dýnuna sína með breitt yfir haus.
Stelpurnar ákveða að fara að sofa en Saga fer og sest hjá henni.
,,Velkomin í hópinn’’ hvíslar hún og býst á hverri stundu við að hausinn á Valbrá komi hlæjandi fram á sjónarsviðið en ekkert gerist. Hún togar í teppið til að sjá andlitið á Valbrá.
,,Láttu mig í friði, þú getur ekki ímyndað þér hvernig mér líður.’’ Muldraði hún pirruð.
,,Ekki taka þetta svona nærri þér, Valbrá, þetta var vígsla inn í hópinn. Reyndar er þetta í fyrsta skipti sem stelpa og strákur koma inn á sama tíma í hópinn svo við breyttum vígslunni aðeins. Var ekki gaman að fá smá koss? Ekki eins og þið séuð að giftast.’’
Stelpurnar voru byrjaðar að safnast í kringum þær og Valbrá stendur upp.
,,Má ég tala við þig frammi?’’ spurði hún og Saga kinkar kolli og eltir hana fram á gang.
,,Ég er farin, ég ætla ekki að vera í þessum klúbb!’’ hún rauk af stað niður eftir ganginum en Saga greip í hana.
,,Róleg dramadís. Hvað er svona slæmt við þetta?’’
Valbrá ranghvolfdi augunum og sneri sér að Sögu.
,,Ég vil betra líf.’’ Sagði hún svo og ranhvolfdi augunum.
,,Já, komdu með okkur!’’ Saga sleppti henni skilningsljó á svipin ,,við getum hjálpað’’
,,Það er ekki hægt með ömurlegasta strák í heimi!’’
Saga greip aftur í hana, til öryggis.
,,Við getum hjálpað þér elsku litla dramadís. Vertu hjá okkur’’
Valbrá lét undan og Saga sleppti takinu á henni aftur.
,,En verða þeir ekki þunnir þá alla morgna, ef þeir fara á fyllerí öll kvöld?’’ spurði Valbrá rétt áður en Saga tók í hurðarhúninn að herberginu þeirra. Hún hló glaðlega og opnaði hurðina.
,,Nei, það er bara af og til sem eigandinn kemst í svona stuð og leyfir þeim að fíflast og fá greitt fyrir. Svo fá þeir heldur ekkert ef enginn er hrifinn af atriðinu þeirra’’ hún yppti öxlum og læddist inn. Sumar stelpur voru sofnaðar en aðrar hvísluðust lágt á milli sín.
,,Ungfrú sérþörf ætlar sér að vera áfram í félaginu. Bjóðið hana velkomna!’’ sagði Saga hátt og stelpurnar brostu til hennar.