–6

Þegar þau komu á staðinn reyndist ‘heimili’ hópsins bara vera tvö herbergi á gistiheimilinu. Eitt fyrir stelpur og eitt fyrir stráka. Stelpuherbergið var minna því stelpurnar voru fjórum færri. Valbrá elti þær inn í herbergið. Það brakaði í gömlu parketinu sem var grátt á litin. Veggirnir voru kremlitaðir, höfðu sennilega eitthverntíman verið hvítir en byrjað að gulna með tímanum. Í herberginu voru þrenn rúm. Stelpurnar voru sex og skiptust á að sofa í rúmunum. Þær hjálpuðu Valbrá að koma sér fyrir á dýnu í horninu við dyrnar og fóru svo og bönkuðu hjá strákunum hálftíma síðar. Strákurinn með sólgleraugun opnaði og hleypti þeim inn. Það var miklu meira líf þar en mundi nokkurntíman vera í stelpuherberginu. Það fannst Valbrá allavega.
Í miðjunni var Krummi í gamnislag við einn strákanna og nokkrir í kring að hlæja og hvetja þá. Krummi hafði aldrei átt erfitt með að eignast vini.
Eitt rúmið var á hvolfi og tveir strákar að laga brotna spýtu undir því með límbandi. Þeir voru sífellt hlæjandi og límdu hvorn annan. Valbrá stóð í dyragættinni ásamt einni stelpu og hló. Hún hætti samt að hlæja og varð vandræðaleg þegar strákurinn sem hafði hleypt þeim inn dró hina stelpuna í burtu.
Ferlega fannst henni þetta neyðarlegt. Henni fannst hún ekki þekkja neinn þarna inni. Herbergið var allt á iði og allir voru að gera eitthvað. Nema hún. Þannig hafði það reyndar alltaf verið.
,,Þögn’’ sagði dökkhærði strákurinn og skellti aftur hurðinni. Krummi var sá eini sem hlýddi ekki. Strákurinn endurtók sig og eitthver hnippti í Krumma, og hann fékk þögnina sem hann vildi.
,,Við þurfum að finna atriði fyrir kvöldið í kvöld. Annars verður okkur hent beinustu leið út á götu eða gaurinn kjaftar í lögguna og allir sem eru eftirlýstir verða settir á leiðinlega staði.’’
,,Verðum við ekki vígð inn eða eitthvað?’’ spurði Krummi.
Þau hlógu.
,,Nei, þú hefur horft á aðeins of mikið af bíómyndum. Við ‘’vígjum’’ ekki inn í hópinn.’’
,,Jú! Hvað með að láta þau sjá um fyrsta atriðið sitt, alveg sjálf. Og þá getum við tekið þau formlega inn?’’ sagði ein stelpan.
,,Heyr heyr!’’ kallaði hópurinn hlæjandi.
,,Ég get sungið’’ sagði Valbrá feimnislega.
,,Eigið þið gítar?’’ spurði Krummi.

Krummi settist í jógastellingu í miðjum salnum. Valbrá var með hljóðnemann uppi á sviði. Hún hélt fast um hann til að það sæist ekki hve mikið hún skalf. Hún kyngdi þegar hann byrjaði rólega að spila taktfast á gamlan gítarinn. Svo lagði hún hljóðnemann að andlitinu, næstum sentimeter frá vörunum. Hún kynnti lagið. Viljandi breytti hún röddinni til að gera þetta sem dularfyllst. Hún var í hvítum kjól sem náði niður á gólf. Hann endurvarpaði bláu ljósinu svo hún virtist lýsa. Salurinn hreyfst með Krumma og hinum í hópnum.
Hann byrjaði að spila hljómana eilítið hraðar og hún byrjaði sönginn. Röddin var mjúk en ekki há eins og hann hafði búist við. Röddin virtist liggja í loftinu, smjúga inn um húðina og kitla taugarnar svo hrollur læddist upp eftir bakinu á manni.
Svo lauk hún við sönginn, hneigði sig dömulega og labbaði svo inn í litla herbergið sem eigandinn kallaði ‘baksviðs’. Á borði var vatnsglas sem hún greip og drakk í einum sopa. Hún gretti sig yfir bragðinu en yppti bara öxlum og lagði tómt glasið aftur á borðið.

Salurinn klappaði hálfáhugalaust þegar hún steig af sviðinu. Dökkhærði strákurinn andvarpaði og Krummi gekk til hans.
,,Flott hjá þér Krummi’’ sagði Saga og klappaði honum á öxlina. Hann leit á hana. Hann var óvanur því að þurfa að horfa upp til fólks og þótti óþægilegt að vera lítill.
,,Takk’’
,,Fannst þér þetta ekki flott hjá honum, Glói?’’ spurði hún ýtin.
,,Jú, en salurinn virtist ekkert upphrifinn’’ sagði Glói þunglamalega.
,,Jú! Fólk flautaði og hrópaði á meira!’’
,,Nei, ekki heyrði ég það’’
,,Þú ert bara allt of neikvæður’’ hún flissaði.
,,Þú ert bara allt of jákvæð’’ sagði hann kalt og ýtti henni af sér.
Hún hvessti augunum móðguð á hann en leit af honum á gistihússeigandann sem var á leiðinni til þeirra.
,,Þið stóðuð ykkur mjög vel núna. Gætuð þið látið stelpuna syngja aftur á morgun?’’ spurði hann.
,,Ekkert mál’’ sagði Krummi án þess að hinir gætu nokkuð sagt.
,,Flott mál’’ eigandinn gekk í burtu og Saga leit reiðilega á Krumma.
,,Það er venjan að skiptast á svo maður fái nú eitthverja hvíld’’ sagði hún.
Krummi gnísti tönnunum pirraður.
,,Ég ætla að athuga hvort hún sé ekki að fara að koma’’ sagði Glói og gekk að sviðinu og stökk upp á það.

,,…því enginn getur elskað þig, meira en ég…’’ Valbrá hætti sönglinu og sneri sér við þegar hurðin var opnuð hægt.
,,Glói! Út!’’ æpti hún og þreif hvíta kjólinn af borðinu og skýldi sér með honum.
Glói roðnaði og lokaði hurðinni. Síðan gekk hann til krakkanna. Saga beit í vörina til að hlægja ekki.
,,Hvað gerðist?’’ spurði hún.
,,Ekkert’’ fauk reiðilega úr hálsinum á honum.
Valbrá gekk til þeirra stuttu seinna án þess að líta á Glóa.
,,Klukkan er ellefu, eigum við ekki að fara að sofa?’’ spurði hún lágt og gekk á undan þeim upp. Stelpurnar eltu en strákarnir urðu eftir niðri.
Hún lagðist á dýnuna sína og breiddi snjáðu teppinu yfir sig.
,,Valbrá?’’var hvíslað stuttu seinna og hún settist upp.
,,Langar þig ekki að vera með?’’ spurði ein stelpan. Hún var með dökkskollitað hár sem náði rétt niður fyrir eyru.
,,Í hverju?’’
,,Í svefnspjalli’’ sagði hún og brosti með augunum.
,,Öm, jú’’
Hún gekk til stelpnanna sem höfðu myndað hring á gólfinu.
,,Núna eru strákarnir að fara að sýna sín skemmtiatriði sem bara þeir fá ágóðann af.’’ Sagði Saga sem lá upp við sprunginn vegginn.
,,Ágóða?’’ apaði Valbrá upp eftir henni og fliss leið um hópinn.
,,Þeir sýna skemmtiatriði og hver og einn fær eina flösku fyrir hvert atriði. Oft sýna þeir fimm atriði sem gerir fimm flöskur á mann’’
Flissið breyttist í háværan hlátur. Valbrá vissi ekki hvað hún átti að halda.
,,Flöskur?’’ henni leið eins og pappír hafi verið troðið ofan í hálsinn á henni, loftið var svo þurrt inni í litla stelpuherberginu.
,,Áfengi’’ útskýrði Saga.
,,Áfengi’’ endurtók Valbrá ringluð og stelpurnar veinuðu af hlátri. Hún leit skelfd yfir hringinn.
Hvað var hún komin út í?