Daginn eftir kom læknir og skoðaði hana og gaf henni verkjalyf. Hann sagðist ætla að koma bráðlega aftur til að skipta um umbúðir. Þegar hann var farinn rankaði hún við sér og fékk spurningaflóð yfir sig.
,,Varstu bundin?’’ spurði Finnur þegar hin þögðu í smástund.
,,Já’’ sagði hún rámri röddu og þvingaði sig til að kyngja þrátt fyrir sársaukann. Hún var með ljótan, þurran hósta.
,,Afhverju?’’ spurði hann.
Hún bara leit á hann, hristi hausinn og lyngdi svo aftur augunum svo þung augnlokin skyggðu á blá augun.
Krummi horfði á hana úr dyragættinni. Hann brosti ekki því mamma hans hafði skammað hann harðlega fyrir það en hló hátt í huganum. Hann vissi aldrei hversvegna hún fór svo í taugarnar á honum. Það var bara eins og meðfætt honum.
Foreldrar hans fóru út ásamt Týru og Finn. Sjálfur steig hann inn í herbergið og settist í stól við rúm Valbráar.
,,Jæja, þykir þér enn jafn vænt um fjölskylduna mína eftir að hafa kynnst fréttamanninum í þeim?’’ spurði hann hæðnislega.
,,Þegiðu og farðu’’ muldraði hún reiðilega með sársaukagrettu í andlitinu.
,,Afhverju?’’ spurði hann og hún opnaði augun. Hún hristi hausinn þreytulega, hálfpirruð.
,,Ég hata tvær manneskjur mjög innilega og þú ert einn af þeim’’ hvíslaði hún.
Hann hló móðgaður og stóð upp.
,,Þá nenni ég ekki að tala við þig’’ sagði hann, fór út og lokaði á eftir sér.
Hún andvarpaði og hindraði tár í að brjótast fram.

Það leið ekki á löngu áður en hún var farin að ganga með hækjur. Finnur var búinn að koma málum hennar í sambandi við að hún hafi verið talin dáin, á hreint og það var farið að leita að foreldrum hennar.
Svo hún fór í skólann sama dag og hún fékk hækjurnar. Krummi gekk með henni í skólann. Þegar þau voru hálfnuð rann hún í snjónum og gat ekki staðið upp aftur. Hann hló bara og hélt áfram.
Það tók hana heillangan tíma að standa upp aftur og svo gekk hún með hjálp beyglaðrar hækjunnar afganginn af leiðinni. Í andyrinu í skólanum tók hellingur af fólki á móti henni. Faðmaði hana að sér og spurði hana spurninga sem hún svaraði ef hún vildi. Hún brosti og hló en það var tilfinningalaust því henni fannst hún tóm að innan. Tómleikinn hafði verið áður en stækkað eftir að foreldrar hennar hurfu. Henni leið eins og það vantaði eitthvað í líf sitt.
,,Komdu, Valbrá’’ sagði vinkona hennar og studdi við hana að tröppunum. Kennarar og krakkar leiddu hana upp en síðan fóru allir í tíma og þær líka. Hún settist í sætið sitt og umsjónakennarinn þeirra gekk inn. Hún var hávaxin og mjög feit. Hún var með stór, kringlótt augu og litlar, herptar varir. Rautt hárið var oftast strekkt í fitugan hnút á hnakkanum.
,,Velkomin aftur, Valbrá’’ sagði hún lágt. Valbrá hafði aldrei verið neinn fyrirmyndarnemandi svo þær höfðu aldrei verið neitt rosalega góðar vinkonur því kennarinn fyrirleit mjög fólk.

Hún stóð efst í tröppunum að bíða eftir stelpunum í bekknum. Hún ranghvolfdi augunum þegar strákarnir komu niður eftir ganginum og virtust vera á leið til hennar. Hún hafði ákveðið að breyta aðeins til og koma þeim þar með á óvart.
,,Daginn Valbrá. Hvernig líður albínóarottunni?’’ spurði Krummi.
,,Vel takk’’ sagði hún og brosti blíðlega.
,,Vantar þig hjálp niður stigann?’’ spurði vinur hans og virtist berjast við hláturinn.
,,Já’’ sagði hún undrandi og ögn hikandi.
Þeir tóku undir hendurnar á henni og lyftu henni upp.
,,Látið mig niður’’ sagði hún yfirvegað þrátt fyrir að vera skíthrædd við að þeir hrintu henni niður.
,,Ekkert mál’’ sagði Krummi og sleppti henni harkalega svo hún var á leiðinni með að fljúga niður tröppurnar en rétt greip í handriðið. Þrír strákar sem höfðu haldið í hana kipptust með og hentust niður hvassan stigann. Hún rétti sig við og stóð í næstefstu tröppunni með stuðning handriðsins.
,,Er eitthvað alvarlegt að þér!?’’ gjall í hárri, kunnulegri rödd. Valbrá sneri sér við. Skólastjórinn þrammaði reiðilega til hennar. Hún leit niður eftir löngum hringstiganum sem lá niður í matsal og sá strákana þrjá.
,,Já’’ sagði hún bara og leyfði honum að grípa utan um olnbogann á sér og draga sig inn á skrifstofu. Hún gekk án þess að hafa hækjurnar þrátt fyrir nístandi sársauka. Í skrifstofunni henti hann henni í stól og skellti hurðinni.
,,Hvað varstu að spá?’’ Hreytti hann út úr sér. Hann horfði hvasst í augun á henni sem horfðu sljólega á móti.
,,Ég var dáin fyrir tveim vikum. Núna er Valbrá lifandi en ekki ég’’ sagði Valbrá og augun í henni virtust horfa í gegnum hann.
,,Ha?’’ sagði hann pirraður.
,,Hann drap mig en ekki Valbrá’’ sagði hún.
Hann barði fast í borðið.
,,Núna, Valbrá, er kominn tími til að hætta þessari vitleysu. Við kennararnir vitum að þú lendir oft í slag því þú ert alltaf þakin örum og marblettum, þér gengur illa í skóla og þar að auki kvarta strákarnir yfir einelti frá þér og hinum stelpunum. En sérstaklega þér. Hættu núna að láta eins og þú sért nafli heimsins. Því þú ert það ekki.’’ Hann lauk ræðunni með hnussi.
Hún stóð reiðilega upp og studdi sig við dökkt skrifborðið.
,,Ertu ekki að grínast?’’ spurði hún hneyksluð með kökkinn í hálsinum,,Pabbi minn er pabbi mömmu minnar, hann hefur misnotað mig frá því ég lærði að tala, hann reif alla heimavinnu mína og fleygði henni og Krummi og þeir eru sífellt að leggja mig í einelti! Spurðu bara hinar stelpurnar!’’
,,Ég gerði það’’ sagði hann og dró andann djúpt til að kæfa pirringinn ,,þær styðja einróma mál Hrafns’’
,,Ég vildi óska að Valbrá væri líka dauð!’’ hrópaði Valbrá. Skólastjórinn hristi hausinn undrandi.
,,Er allt í lagi heima hjá þér, Valbrá mín?’’ sagði hann, skyndilega blíðlegur.
,,Allt í fína bara’’ sagði hún og brosti skringilega ,,má ég fara?’’
,,Bíddu aðeins, ég ætla að svara þessu símtali, ekki fara alveg strax’’
Hann greip upp tólið og talaði í smástund og lagði svo á.
,,Það er allt í lagi með strákana, þeir duttu bara niður nokkrar tröppur. Einn er kannski fótbrotinn en hinir sluppu mjög vel með lítið mar’’ sagði hann yfirvegað.
,,Allt í lagi’’ sagði hún ,,má ég þá fara?’’
,,Já, þú mátt fara. En ég fæ þig hingað aftur bráðlega og hyggst tala við þig í sambandi við hvernig heimili þitt er’’
,,Foreldrar mínir eru týndir og ég bý heima hjá Krumma’’ sagði hún.
,,Ég veit það. Ertu ánægð með það?’’
,,Foreldrar hans eru ágætir en…’’ svo yppti hún bara öxlum og gekk hægt út til að sækja hækjurnar.

Viku síðar gat hún gengið án stuðnings. Um nóttina vaknaði hún rétt eftir miðnætti og stóð á fætur. Hún tók upp rauða ferðatösku sem var nógu létt og lítil til að hún gæti haldið á henni en samt nógu stór til að það kæmist slatti fyrir. Hún tók teppi, kjól sem Vala hafði gefið henni, lítið ferðaútvarp sem hún hafði safnað sér fyrir fyrir löngu, pening sem Finnur hafði lánað henni og mat fyrir sjálfan sig og músina. Svo klæddi hún sig í larfana sína sem hún hafði verið nóttina sem foreldrar hennar hurfu, en þá hafði hún sofið í öllum fötunum vegna kuldans inni í herberginu. Svo tók hún upp töskuna og búði um rúmið. Þegar hún tók um hurðarhúninn fékk hún samviskubit, tók upp lítinn pappírssnefil og skrifaði ‘fyrirgefðiði’ á hann og lagði hann á rúmið. Músin stökk upp í lófann á henni og klifraði upp á öxlina. Svo tók hún upp töskuna og ætlaði að fara út. Flýja frá öllu saman. En hurðin var opnuð. Hent upp. Skellurinn þegar hún lamdist í vegginn var hálfkunnulegur og vakti upp gamlar minningar frá gamla lífinu.
,,Mér fannst ég heyra eitthvað’’ sagði Krummi og glotti.
Hún tók músina af öxlinni og tróð henni í vasann.
,,Ertu að strjúka?’’ spurði hann eins og ekkert væri. Hún kinkaði kolli í sömu mynt.
,,Taktu mig með’’ skipaði hann, augnaráðið var tryllingslegt ,,ég er viss um að þú ert að fara að hefna þín á pabba þínum og frelsa mömmu þína. Taktu mig með, ég þarf líka að hefna mín’’
,,Það var ekki beinlínis planið og ég sé ekki aðra kosti núna en að taka þig með því þú átt eftir að klaga eins og skot til að skemma allt fyri mér annars.’’ Hvæsti hún.
,,Komum þá!’’ hann brosti glaðlega og læddist svo út úr herberginu.