Karl Jónas byrjaði daginn með freti. Aldrei neitt betra en fret, hugsaði hann og skreið fram úr tepokanum. Karl Jóns var köngull og bjó á Egilsstöðum með bróður sínum, hænunni Kötu, og vinnukonu sem var rússneskur gullfiskur og kallaði sig Sveittlönu. Karl Jónas kallaði til Sveittlönu að núna vildi hann fá nudd, og eins gott að það yrði gott, ella myndi hann kvarta í Kötu hænu. Grey Sveittlana, svona var það hvern morgun, og það er nú ekkert auðvelt að nudda köngul, hvað þá ef maður er gullfiskur. En hún gafst ekki upp og var oðrin býsna flink. En einn daginn ropaði hú í miðju nuddi. Karl Jónas brjálaðist. Hann henti Sveittlönu út, og lét hanas taka hænuna Kötu með sér ásamt hafri sem bjó þarna rétt hjá og hét Úlfar.
Það var mikið að gera hjá Sveittlönu eftir þetta. Hún þurfti að sjá um Kötu og Úlfar, og svo var nýkomið í ljós að Úlfar var misþroska, það var nógu erfitt að sjá um hafur en misþroska hafur sl´ær öllu við.
Á meðan gengur Karli Jónasi illa að laga sig að hlutum án Sveittlönu og saknar morgunnuddsins. Hverjum er ekki sama um smá rop, af og til ? Hann byrjaði nú alltaf daginn með aftanblæ úr óæðri endanum.
Hann sendi Sveittlönu bréf og bað haan vinsamlegast um að koma aftur, ásamt Úlfari og Kötu. Ef hún fyndi umkomulausan geitung á leiðinni mætti hún líka taka hann með.
En Sveittlana fann egnann geitung. Hún dreif sig til Karls Jónasar og ropaði hástöfum við nuddið það sem eftir var.