–2
Það var laugardagusmorgun þegar hurðinni var hent upp á gátt, eins og flesta morgna, svo hún stakk músinni í vasann í flýti. Hann birtist í gættinni með dagblaði í hendinni.
,,Hvað í andskotanum! Þú ert eftirlýst heimski krakki!’’ frussaði hann. Mamma hennar stóð skjálfandi fyrir aftan hann. Hann henti blaðinu til hennar og hún las stutta grein á forsíðunni með óljósri mynd af henni liggjandi á götunni. Greinilega tekin á síma. Þarna var viðtal við manninn sem keyrði á hana og hann hvatti hana til að koma til sín og fá skaðabætur því hann sæi mikið eftir þessu.
,,Peningur…’’ hvíslaði hún og leit á hann.
Hann reif blaðið af henni og las.
,,Komdu, stelpa. Hringdu í hann!’’ hann dró hana upp á eyranu og hún elti hann fram. Hann stimplaði inn númerið sem var bent á í blaðinu. Svo rétti hann henni símann.

,,Ég skal svara!’’ kallaði Týra og tók upp símann.
,,Halló?’’ sagði hún.
,,Daginn, ég heiti Valbrá og er að spurjast eftir…’’ Týra heyrði skrjáf í dagblaði ,,…Finn, hann keyrði á mig um daginn.’’
,,Ó, bíddu aðeins, Valbrá, hann kemur rétt strax’’ Týra greip fyrir tólið og kallaði á Finn sem kom nær strax og reif af henni símann.
,,Er allt í lagi með þig stelpa? Ertu nokkuð brotin? Afhverju hljópstu í burtu? Ég er aðstoðarstjóri hjá banka og er á góðum launum svo nefndu bara upphæð!’’ sagði hann glaðlega. Hann heyrði að hún lagði símann á borðið. Það var þögn í smástund og hann var alveg við það að leggja á þegar hann heyrði öskur og grátur og svo kom stelpan aftur í símann, snöktandi.
,,Fimtíu?’’ spurði hún.
,,Ja, það er dálítið í hærra lagi. Brotnaðirðu?’’ spurði hann.
,,Ne…’’ hann heyrði smell ,,…já, ég rifbeinsbrotnaði og fótbrotnaði illa, mamma sækjir peninginn.’’
,,Allt í fína, ég skrifa ávísun’’ sagði hann, örlítið hikandi.
,,Mamma er að leggja af stað, hvar eigið þið heima?’’

Mamma hennar hringdi dyrabjöllunni skjálfandi á beinum og reyndi að vefja þunnum jakkanum betur að sér. Hávaxinn strákur sem var með Valbrá í bekk kom til dyra. Hann gretti sig.
,,Pabbi, kannski er þetta til þín!’’ kallaði hann og lét sig svo hverfa. Svarthærður maður ásamt brúnhærðri, unglegri konu, kom til dyra.
,,Mamma Valbráar?’’ spurði hann og hún kinkaði kolli.
,,Finnur!’’ kallaði hann en fór ekki úr dyragættinni.
,,Viltu koma inn?’’ spurði konan og hún kinkaði ákaft kolli. Frekar lávaxin kona, lík manninum sem var víst pabbi stráksins, rétti henni kaffibolla og hvarf svo inn í húsið.
,,Ég heiti Hringur og þetta er Vala, konan mín’’ sagði hann og konan kinkaði kolli.
,,Hildur’’ hvíslaði hún.
,,Hildur?’’ hálfskrækti Vala.
,,Hvað?’’ spurði Hildur.
,,Þú ert ljóshærða stelpan sem var á leið í fóstureyðingu!’’ æpti hún og tók um axlirnar á Hildi.
,,Berglind?’’ spurði Hildur undrandi.
,,Hvernig veistu hvað ég hét?’’ spurði Vala.
,,Ég spurði hjúkkuna, þú fékkst mig til að hætta við fóstureyðinguna og ég ákvað að eignast barnið. Hún heitir Valbrá Lind’’ sagði Hildur ,,Valbrá eftir systur minni og Lind eftir þér, svo heitirðu ekkert Berglind!’’
,,Jaa, ég heiti Vala og það er líkt Valbrá’’ sagði Vala dálítið hikandi.
Þau settust inn í stofu og Finnur kom inn til þeirra. Hildi var farið að hlýna og var glaðlegri eftir kaffið.
,,Mamma Valbráar?’’ spurði hann og Hildur kinkaði kolli.
,,Bíddu aðeins Finnur, ég vil aðeins spurja hana’’ sagði Vala áköf og hlammaði sér niður í sófann fyrir framan Hildi ,,hvernig bjargaði ég Valbrá frá því að vera drepin áður en hún svo minnsta sem fæddist?’’
,,Þú hélst á ungbarnablaði, framan á var mynd af barni sem hafði átt skylda foreldra. Það var augljóslega eitthvað að því en það virtist svo hamingjusamt!’’ hún brosti í smástund en varð síðan aftur grá og sorgmædd ,,barnið mitt er ekki hamingjusamt, þetta voru mistök að eignast hana þrátt fyrir að hún hafi verið næstum heilbrigð.’’
,,Jæja, allavega er ávísunin hérna.’’ Sagði Finnur og rétti henni ávísunina ,,ég mátti samt ekki skrifa hærra en fjörtíu’’
Hildur stóð á fætur og brosti dauft. Hún virtist brenna af löngun til að segja eitthvað en kvaddi bara hljóðlega og fór.

,,Ömurlega, gagnslausa kvikindi! Þetta er heil tíuþúsund minna en var samið um! Hættu þessari hógværð, kellingarskræfli’’ hann sló hana svo fast utan undir að hún fann blóðbragð í munninum.
Hún fór grátandi inn í herbergið sitt og lagðist á gólfið og breiddi yfir sig teppi og reyndi að sofna. Hún hafði gefið Valbrá rúmið sitt enda átti hún það meira skilið, fannst Hildi að minnsta kosti. Hún saug blóðið sem var byrjað að leka úr nefinu á henni upp í nefið og reyndi að finna þægilega stellingu.
Valbrá ætlaði sér að fara líka að sofa en hann stoppaði hana.
,,Veistu, ég gæti drepið þig hvenær sem ég vildi án áreynslu’’ sagði hann reiðilega.
,,Reyndu það!’’ hvæsti hún og strunsaði inn í herbergið sitt. En þegar hún lagðist í rúmið með músina í fanginu skalf hún af hræðslu og tók skyndilega ákvörðun. Hún stóð á fætur, opnaði gluggan og smeygði sér út.

Dyrabjallan hringdi og Krummi fór til dyra. Það var laugardagskvöld svo fólkið á heimilinu var úti að skemmta sér og kæmi ekki fljótlega heim. Honum hálfbrá þegar hann sá hana standa þarna grátbólgna í tröppunum. Hún var í þunnri, svartri úlpu og hafði sett hettuna á sig og dregið hana fram svo hún varpaði skugga á augun. Hún var líka með hvíta mús á öxlinni sem hélt dauðahaldi í hana. Músin starði rauðum, óttaslegnum augum á hann og hann starði á móti.
,,Hvað vantar þig, Valbrá? Klukkan er níu um kvöld!’’ sagði hann hneykslaður og með stríðni í svipnum.
,,Hann á eftir að drepa mig í nótt ef þú bjargar mér ekki, er mamma þín heima?!’’ hún virtist örvæntingafull og skimaði eftir Völu en hann hristi hausinn.
,,Þau eru úti’’
,,Má ég koma inn og vera í nótt?’’ spurði hún.
Hann hnussaði.
,,Þú ert skrýtin, pabbi þinn færi varla að drepa þig!’’
Hann tók um úlnliðinn á henni og dró hana heim til hennar. Hún hrópaði upp yfir sig af hræðslu þegar Krummi bankaði fast á hurðina og pabbi hennar kom til dyra.
,,Henni Vælbrá hérna dreymdi víst eitthvað illa’’ sagði Krummi og rétti pabba hennar höndina á henni. Hann kippti henni inn og borsti til hans. Þegar Krummi var horfinn úr augsýn skellti hann hurðinni svo fast að glumdi í litlu húsinu.
,,Er þessi indæli strákur góður vinur þinn, Vælbrá?’’ spurði hann og glotti.
,,Reyndar hata ég hann jafnmikið og þig’’ urraði hún og strunsaði inn í herbergið sitt.
Hún setti músina ú búrið án þess að læsa og lagðist í rúmið. Þetta kvöld, eins og mörg önnur, grét hún sig í svefn.

Nokkrum götum fjær, í margfalt fínna hverfi lá Krummi í rúminu sínu og gat ekki sofnað. Hann hafði séð marblettina og sárin eftir pabba hennar. Kannski hafði hann leitt hana í dauðann. Hann hristi hausinn í afneitun og reyndi að sjá hana fyrir sér.
Sítt, þunnt og ótrúlega ljóst hárið, næstum hvít húðin og ljósblá augun sem voru örlítið skásett niður á við. Hún var svona ljós vegna þess að litafrumur í líkamanum voru skringilega þróaðar vegna þess hve skyldir foreldrar hennar voru, hafði kennarinn þeirra allavega sagt þegar þau voru yngri. Viðkvæmur, brothættur og óhugnalega grannur líkaminn. Allt þetta kom skrinilega út bara vegna skyldleika mömmu hennar og pabba hennar og afa. Hann hryllti sig en sökk svo inn í draumaheiminn.

-
Væri vel þegið að fá hugmyndir að nýju nafni :)